Guðbjartur ÍS með yfir 900 tonn,1980
Næsti togari sem við skoðum er líka ÍS togari og þessi gerði út frá Ísafirði, þegar maður nefnir Ísafjörð árið 1980 þá dettur lesendur örugglega í huga að núna muni verða fjallað um Guðbjörgu ÍS eða Júlíus Geirmundsson ÍS ,
enn nei ekki alveg. því það var þarna einn annar togari sem svoldið féll í skuggan af hinum tveimur, enn hann fiskaði engu að síður mjög vel.
Guðbjartur ÍS átti vægast sagt svakalega góðan mai mánuð árið 1980,
lítum á.
fyrsta löndun togarans var 4 maí og hún var ansi góð, 182 tonna löndun sem fékkst á 6 dögum eða 30 tonn á dag,
Guðbjartur ÍS kom aftur til hafnar eftir 5 daga á veiðum með 153 tonna afla eða tæp 31 tonn á dag,
næsti túr var risastór og fullfermis túr svo vægt sé tekið til orða, vegna þess að Guðbjartur ÍS kom til hafnar með 210,6 tonn eftir 6 daga á veiðum eða 35 tonn á dag,
Guðbjartur ÍS kom aftur eftir 5 daga á veiðum og með 191,5 tonn eða 38 tonn á dag,
en þetta var ekki búið, vegna þess að togarinn kom enn einu sinni með fullfermi og núna 195 tonn eftir 5 daga á veiðum eða 39 tonn á dag,
samtals gerði því þessi risamánuður 931 tonn og var hann næst aflahæstur allra ÍS togaranna.
Guðbjartur ÍS mynd Snorri Snorrason