Guðbjörg ÍS í mokveiði. ,,1982
Ég hef voðalega gaman af þessum gömlu aflatölum og ég hef ennþá meiri gaman af því að skrifa smá pistla á síðuna og leyfa ykkur að sjá gamlar aflatölur,
ég hef skrifað um núna á stuttum tíma, um Svein Jónsson KE, Harald Böðvarsson AK, Sigurey SI og Sölva Bjarnarsson BA,
En hvað með það mikla aflaskip sem var iðulega aflahæst allra togara á landinu,
Guðbjörg ÍS
já ég er að tala um Guðbjörgu ÍS sem í dag heitir Gnúpur GK,
ég er að vinna í árinu 1982 núna og það ár var ansi gott fyrir marga togara og þar á meðal Guðbjörgu ÍS .
togarinn t.d mokveiddi af grálúðunni í maí, og ágúst var líka feikilega góður,
ætla að sýna ykkur hann,
Löndun 1.
Guðbjörg ÍS kom til hafnar snemma í ágúst með stóran löndun 275 tonn og var þorskur af því um 270 tonn, þessi afli fékkst á 7 dögum eða 39 tonn á dag.
Mokveiði í túr númer 2
Næsti túr var heldur betur rosalegur. því að Guðbjörg ÍS var ekki nema fimm daga á veiðum enn kom samt með fullfermi eða 290.6 tonn og gerir það um 58 tonn á dag. af þessum afla þá var þorskur 280 tonn,
túr númer 3 var líka stuttur eða fjórir dagar enn aflinn góður. 172 tonn eða 43 tonn á dag,
síðasta löndun Guðbjargar ÍS var fullfermi því að togarinn kom með 263 tonn í land,
alls gerði því þessi ágúst mánuður árið 1982 1001 tonn í aðeins 4 löndunum eða um 250 tonn í löndun,
Guðbjörg ÍS mynd Guðni Jónsson