Guðfaðir Fiskifrétta hættur,2017
Það koma tímar í lífinu að fólk tekur ákvörðun um að snúa við því lífi sem það er búið að vinna við í mörg ár.
Blaðið Fiskifréttir hefur verið mér mikil innspýting í allt þetta ferli sem er í gangi. t.d aflatölu grúskið mitt. bækurnar mínar og þessi síða Aflafrettir.is
síðan árið 1985 þá hefur Guðjón Einarsson verið ritstjóri Fiskifrétta og þar á undan þá var hann fréttamaður á sjónvarpinu frá 1970 til 1985.
Guðjón hefur núna ákveðið að hætta sem ritstjóri Fiskifrétta og samhliða því þá hefur félagi hans Kjartan Stefánsson ákveðið að hætta líka á blaðinu. Guðjón hefur stýrt Fiskifréttum í 32 ár og má segja að hann sé guðfaðir blaðsins.
Ég og Guðjón höfum svo til unnið saman í ansi mörg ár. fyrst fór ég á skrifstofu Fiskifrétta árið 2001 útaf bátnum Baldri VE. var þá að kynna fyrir þeim að ég gæti safnað saman aflatölum um báta. þeim fannst þetta svo merkilegt að Guðjón ákvað að taka við mig viðtal sem birstist í sjómannadagsblaði Fiskifrétta árið 2001. var það ansi langt eða um 4 blaðsíður.
árið 2005 þá fór ég að skrifa pistla í Fiskifrettir og hef síðan þá haldið mig á mánuði við listanna sem hafa verið í blaðinu. auk þess vertíðaruppgjör. og núna í sjómannadagsblaði Fiskifrétta þá er mjög stór grein frá mér í því blaði um vertíðina 2017 og 1967.
Samskipti okkar Guðjóns hafa alla tíð verið góð og það verður viðbrigði að heyra ekki lengur í honum,
Ég vil senda Guðjóni besti samstarfskveðjur og með þökk fyrir samskiptin á liðnum árum,
Sömuleiðis fær Kjartan bestu kveðjur frá mér og með þökk fyrir samstarfið.
kveðja
Gísli Reynisson
Guðjón Einarsson Mynd úr einkasafni