Guðjón Arnar ÍS 708,,2018


Tók eftir ansi fallegum og nýmáluðum báti sem lá vrið bryggju á Ísafirði,

nafnið á honum vakti athygli mína,

Báturinn heitir Guðjón Arnar ÍS 708.   ÍS 708 er númer sem var lengi á togaranum Framnesi ÍS sem var gerður út frá Þingeyri,

Þessi bátur hét áður Pési ÍS 708 

Nafnið á bátnum kemur frá Guðjón Arnari Kristjánssyni sem var skipstjóri í hátt í 30 ár og þar á meðal á togaranum Páli Pálssyni IS sem í dag heitir Sindri VE,

Guðjón Arnar lést snemma á þessu ári,

Eigandi af þessum báti er Kristján Andri Guðjónsson og er það mjög virðingarvert af honum að skíra bátinn í höfuðið á föður sínum,

Báturinn er klár til veiða á dragnót en hefur ekki hafið veiðar.

Finnst þetta virkilega flott að halda upp nafni og minningu Guðjóns og óska Aflafrettir Kristjáni góðs gengis á bátnum 




Myndir Gísli Reynisson