Guðmundur Einarsson ÍS og Kristinn SH voru fyrstir.
Ég á mjög stóran og mikin gagnagrunn af aflatölum langt aftur í tímann allt aftur til 1894
Eitt af því sem ég hef fylgst vel með í gegnum árin og haldið nokkuð vel um eru vetrarvertíðirnar.
Og til þess að fylgjast með þeim og fá samanburð á milli vertíða þá bjó ég mér til lágmark, og lágmarkið er 400 tonn afli.
sem þýðir að ef bátur nær yfir 400 tonna afla á vertíð þá kemst hann á lista sem ég vinn síðan úr.
Vertíðaruppgjörin mín miðast við þessi 400 tonn.
þetta er kanski ekki há tala 400 tonn, en engu að síður þá hefur í gegnum tíðina sumum bátum reynst erfitt að ná yfir þetta lágmark
og þarna er ég líka að tala um áður enn kvótakerfið kom.
Krókabátarnir
uppúr 2003 þá fóru að koma 15 tonna plastbátarnir sem voru inn í krókamarkskerfinu, en þessi bátar voru að mestu að stunda veiðar með línu.
og árið 2004 þá náðu tveir 15 tonna bátar þessi lágmarki, 400 tonn.
en það voru 2560, Kristinn SH 112 og 2570. Guðmundur Einarsson ÍS 155.
Kristinn SH var með 405,4 tonna afla í 68 róðrum, eða um 6 tonn í róðri að meðaltali.
Guðmundur Einarsson ÍS var með 423,4 tonn í 88 róðrum , og það gerir 4,8 tonn í róðri að meðaltali,
Ef við lítum á mánuðunina hjá þessum tveimur bátum
Janúar
Kristinn SH var með 84,7 tonn í 18 róðrum og mest 6,3 tonn
Guðmundur Einarsson ÍS var með 87,4 tonn í 17 róðrum og mest 7,5 tonn
Febrúar
Þá var Kristinn SH með 87,1 tonn í 15 róðrum og mest 14,2 tonn í einni löndun
Guðmundur Einarsson ÍS var með 95,9 tonn í 20 róðrum og mest 6,9 tonn.
MArs
Báðir bátarnir með mjög góðan afla
Kristinn SH með vægast sagt ótrúlega tölu, 99,988 kg, eða tæp 100 tonn í 15 róðrum og mest 11,3 tonn
Guðmundur Einarsson ÍS 106,9 tonn í 22 róðrum og mest 7,5 tonn
Apríl
Aftur voru bátarnir með svipaðan afla og í mars
Kristinn SH var með 99,8 tonn í 14 róðrum og mest 10,2 tonn
Guðmundur Einarsson ÍS 101,4 tonn í 21 róðri og mest 12,3 tonn
og má geta þess að í síðustu fjórum róðrunum hjá Guðmundi Einarssyni ÍS í apríl þá landaði báturinn
45,3 tonnum, og uppistaðan í þeim afla var steinbítur
Maí að 11.maí.
Bátarnir réru báðir allan maí,
Þar sem vetrarvertíðin miðast við lokadaginn 11.maí þá miðast þetta líka við þá dagsetningu
Kristinn SH var með 33,8 tonn í 6 róðrum
Guðmundur Einarsson ÍS 31,7 tonn í 6
Guðmundur Einarsson ÍS mynd Sæmundur Þórðarson
Kristinn SH mynd Þröstur Albertsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso