Guðný ÍS línuveiðar vertíð 1998.
Þegar horft er yfir sögu veiða með línu hérna á íslandi þá koma Vestfirðir þar mjög sterkt inn
því þar hefur saga línuveiða verið mjög löng, og segja má að síðustu 80 ár og rúmlega svo
að þá hafa bátar frá Vestfjörðum stundað línuveiðar og þá að mestu á vetrarvertíðinni sem og um haustið.
núna árið 2023 þá er ennþá stundaðar línuveiðar frá Vestfjörðum en þó í mun færri bæjum enn voru.
helst er það Suðureyri og Bolungarvík þar sem er þónokkur fjöldi báta sem stunda línuveiðar
og þar á eftir Tálknafjörður og Patreksfjörður,
Mörg þekkt nöfn á bátum hafa stundað línuveiðar og einn af þeim bátum sem átti sér mjög langa sögu í útgerð
frá Vestfjörðum og þá helst frá Ísafirði og Bolungarvík var bátur sem hét Guðný ÍS 266.
Þessi bátur var gerður út í um 30 ár undir þessu nafni og mest allan tíma þá var báturinn á línuveiðum og með bölum.
Báturinn var töluvert minni bátarnir sem þá voru til dæmis að róa frá ÍSafirði, enn þar voru t.d Orri IS, Guðbjartur KRistján ÍS og Víkingur III ÍS
sem allt voru um 200 tonna bátar enn Guðný ÍS var um 80 tonna bátur.
Guðný ÍS var gerð út til ársins 2000 þegar að báturinn var seldur og á vertíðinni árið 1998 þá veiddi báturinn ansi vel á línunni,
Vertíðaraflinn hjá bátnum var um 600 tonn í 60 róðrum
og þar af þá var mjög góður afli hjá bátnum í mars og apríl
í mars þá var Guðný IS með 167 tonn í 15 róðrum og mest 29,2 tonn í róðri
og í apríl þá var Guðný ÍS með 157 tonn í 18 róðrum og mest 16,8 tonn í róðri,
uppistaðan í aflanum hjá bátnum í mars og apríl árið 1998 var steinbítur
Hérna að neðan má sjá aflann hjá Guðný ÍS í apríl árið 1998
og eins og sést þá voru 8 róðrar sem voru yfir 10 tonnin,
og þar af þá landaði Guðný ÍS 42 tonnum í fyrstu þrem róðrunum í apríl.
Dagur | Afli | Höfn |
2.4 | 14.1 | Bolungarvík |
3.4 | 16.8 | Bolungarvík |
4.4 | 11.1 | Bolungarvík |
6.4 | 4.4 | Bolungarvík |
7.4 | 4.1 | Bolungarvík |
9.4 | 10.7 | Bolungarvík |
10.4 | 11.3 | Bolungarvík |
14.4 | 8.7 | Bolungarvík |
15.4 | 11.2 | Flateyri |
16.4 | 10.0 | Flateyri |
18.4 | 6.6 | Bolungarvík |
21.4 | 10.6 | Bolungarvík |
23.4 | 9.9 | Bolungarvík |
25.4 | 5.5 | Bolungarvík |
27.4 | 6.0 | Bolungarvík |
28.4 | 5.7 | Bolungarvík |
29.4 | 5.8 | Bolungarvík |
30.4 | 4.7 | Bolungarvík |
Guðný ÍS mynd tekið frá EPJ, enn ljósmyndari ókunnur