Guðrún Þorkelsdóttir SU fyrst að landa loðnu árið 2018

Það var greint frá því hérna á Aflafrettir að Venus NS hafi verið fyrsta íslenska loðnuskipið til þess að koma með loðnu í land, því að Venus NS kom í land 10 janúar með um 2800 tonn,


Þegar sú frétt var skrifuð þá var margbúið að skoða gagnagrunn Fiskistofu og engar aðrar loðnulandanir voru þá komnar inn,

enn í raun þá var kominn loðnulöndun inn

því að Guðrún Þorkelsdóttir SU frá Eskifirði var í raun fyrsta íslenska skipið til þess að landa loðnu enn skipið kom með til Eskifjarðar 8.janúar  með 596 tonn af loðnu

Aflafrettir hefðu að sjálfsögðu vilja greina rétt frá enn einhverja hluta vegna þá komu aflatölur um Guðrúnu inn eftir að aflatölurnar á Venus NS komu inn.

Þetta er þá komið rétt hérna.  

Guðrún Þorkelsdóttir SU var fyrsta íslenska loðnuskipið til að landa afla árið 2018.


Guðrún Þorkelsdóttir SU mynd Eskja.is