Gullhólmi SH á Siglufirði.,,2016
Úti fyrir norðurlandinu núna í haust hefur mikill floti af línubátum verið að veiðum þar og hefur það þýtt að margir flutningabílar hafa verið að flytja fisk að norðan og suður til suðurnesjanna og á snæfellsnes,
eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í þessum fiskflutningum eru BB og synir frá Stykkishólmi. þar ráða að mestu ríkjum bræðurnir Hafþór og Sævar Benediktssynir. Flotinn hjá BB er að mestu skipaðir MAN trukkum enn þeir eiga þó tvo gullmola sem eru nokkuð merkilegir. því þeir eiga tvo Renault Magnum trukka.
Hafþór hefur núna í haust verið með dróna með sér og hefur verið duglegur í að nota hann til að mynda og hérna í dag var hann á Siglufirði að landa úr Gullhólma SH, en báturinn var með 60 kör eða um 18,3 tonn .
Og hérna að neðan eru því fyrstu myndirnar sem eru teknar úr dróna sem birtast á Aflafrettir.is. og þakka ég Hafþóri kærlega fyrir að leyfa mér að birta þessar myndir.
Glæsilegur MAN trukkurinn sem Hafþór ekur um á.
Myndir Hafþór Benediktsson