Gulltoppur GK seldur,,2018

Undanfarin ár þá hefur Stakkavík í Grindavík gert út bátinn Gulltopp GK.    Sá bátur var gerður út á línu og stundaði þá línuveiðar með bölum,


Stakkavík gerði út Gulltopp í um tæp 10 ár enn báturinn var síðast á dragnótaveiðum í júní árið 2009.

Þegar að nýi Óli á Stað GK kom á veiðar þá var Gulltopp GK lagt enn núna hefur báturinn hafið veiðar aftur með nýjum eigendum,

í dag þá heitir báturinn Kristbjörg ÁR 11 og eigandinn er Sigurður Aðalsteinsson eða Siggi Alla eins og hann er kallaður.  

Siggi Alla hefur áður átt bát sem hét KRistbjörg ÁR og var lika með bát sem hét Margrét HF.  báðir þessir bátar stunduðu dragnótaveiðar og var t.d Margrét HF mikið í Sandgerði þegar báturinn var gerður út,

Skipstjórinn og meðeigandi af bátnum núna er Kristján Kristjánson.  með um borð í Kristbjörgu ÁR er Grétar Þorgeirsson sem var lengi skipstjóri á Farsæl GK.,

Kristján eða Krissi verður með bátinn fram á vor og þá er planað að Grétar taki við bátnum.  það veit þá á að báturinn mun lítið verða í Sandgerði eða er Grétar ansi fastheldin á Grindavík

Kristbjörg ÁR kom úr sinni fyrstu veiðiferð í gær 15.febrúar og var með um 3,5 tonn,

Reynir Sveinsson var á bryggjunni í Sandgerði og myndaði bátinn þegar hann kom í land.  





Kristbjörg ÁR áður Gulltoppur GK, Myndir Reynir SVeinsson