Gullver NS í fyrsta skipti á flakki í sögu togarans..2017

Á Árunum í kringum 1980 þá var mikill fjöldi af ísfiskstogurunum um landið og voru þeir yfir 100 talsins þegar að mest var af þeim. 


Á Austfjörðum þá voru togararnir ansi margir  og má segja að í öllu bæjum hafi verið togarar.

Djúpivogur hafi Sunnutind SU.

Stöðvarfjörður .  Kamparöst SU

Breiðdalsvík  Hafnarey SU og seinna Andey SU.

Fáskrúðsfjörður  Ljósafell SU og Hoffell SU

Eskiförður.  Hólmatind SU og Hólmanes SU.

Reyðarfjörður.  Snæfugl SU.

Neskaupstaður.  Bjartur NK, Birtingur NK og Barði NK

Seyðisfjörður  Gullberg NS, og Gullver NS.

 núna árið 2017 þá eru svo til allir þessir togarar farnir nema tveir.  Ljósafell SU og Gullver NS.

 
Tryggð við heimahöfn sína
Núverandi Gullver NS kom til hafnar fyrst árið 1983 og hóf þá veiðar.  í gegnum tíðina þá hefur útgerð Gullvers NS verið alltaf mjög fengsæl og má segja að plássið á Gullveri NS hafi verið eitt af þeim bestu í togaraflotanum.    Gullver NS silgdi æði oft með aflann til bæði Þýskalands og Bretlands og fékk ætíð mjög góð verð fyrir aflann,

Seyðisfjörður hefur í öll þessi ár verið heimahöfn togarans og það vel því að togarinn hefur eiginlega aldrei landað bolfiski í öðrum höfnum á íslandi nema Seyðisfirði,

þangað til núna,

Því togarinn kom suður til veiða og var þá á veiðum meðal annars á karfa sem var síðan sendur utan í gámum.  Til Hafnarfjarðar kom svo Gullver NS með tæplega 100 tonn.   og þótt að þessi afli sé ekkert fullfermi þá er þetta fyrsta löndun Gullvers NS af bolfiski ( togarinn landaði makríl í vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum síðan) á þessari öld , ekki í heimahöfn togarans,


Eftir að togarinn fór frá Hafnarfirði þá fóru þeir á mið sem heita Melsekk og fengu þar 17 tonn af karfa í einu hali.

Icelandic Trawlers Gullver NS build 1983.  has been landing fish in his hometown Seyðisfjörður alls this 34 years.  except when the trawler sail to UK and Germany with fish.  For the first time in the history of the Trawler Gullver NS came to south cost of iceland and fish there, and came to Hafnarfjörður with around 100 tonns.  Seyðisfjörður is on the east cost about 700 kilometers from Hafnarfjörður


Gullver NS í brælu.  Mynd Vigfús Markússon


Gullver NS mynd Þór Jónsson