Gummi og hans áhöfn á Harðbak EA eftir ótrúlegan mars mánuð.

Já mars mánuðurinn er liðinn og þvílíkur mánuður , í það minnsta hjá togurnum og þá aðalega 3 mílna togurunum .


mokveiði var hjá þeim og veiðin ansi ævintýranleg

eins og sést á listanum yfir aflahæstu togaranna í mars þá var Viðey RE þar efstur með 1181 tonn enn í öðru sætinu var 29 metra togari sem kom kanski mest á óvart af öllum,

var það Harðbakur EA sem gerði sér lítið fyrir og fór í 1083 tonn í mars í 13 löndunum.  og síðasti túrinn.  

já síðasti túrinn.  104,2 tonn.  hvernig var þetta eiginlegt hægt.

Gummi Skipstjóri
Aflafrettir þurftu nú bara að  heyra í skipstjóranum sem var með Harðbak EA.  Guðmundur Ingvar Guðmundsson var með Harðbak EA  í mars nema fyrsta túrinn,

og því var slegið á þráðinn til hans eftir að konan hans hún Helga Guðmundsdóttir kom mér í samband við hann,

kom þá í ljós að Guðmundur eða Gummi eins og hann er kallaður er afleysingarskipstjóri á togaranum, og hefur hann verið afleysingarskipstjóri hjá Samherja nokkuð lengi,

 samt sem áður þá hefur Gummi oft fiskað gríðarlega vel og sem dæmi  má nefna þessa frétt sem var skrifuð um risamánuð hjá Hjalteyrinni EA sem áður hét Björgúlfur EA.

Þar atti Hjalteyrin EA kappi við Snæfell EA, og gaman að geta þess að Gummi var fyrsta túrinn á Snæfelli EA en fór síðan yfir á Hjalteyrina EA og endaði þá svona eins og þessi frétt ber með sér


 Harðbakur EA í mars.
Gummi sagði í samtali við Aflafrettir að þetta  hefði verið í fyrsta skipti sem hann var á veiðum við sunnanvert landið og það á togara sem mátti fara upp að 3 mílum.    það kom honum verulega á óvart

að hafa orðið aflahæstur af 29 metra bátunum  og eins og hann sagði það" kom mér á óvart að ná meiri afla enn Bergey VE og Vestmannaey VE ".

Um borð í Harðbak EA er 11 manna áhöfn og upprunalega var planið að hafa 14 daga skiptikerfi á skipinu enn Yfirmaður Samherja Þorsteinn Már  hafði fylgst með stöðunni 

hjá Harðbak EA í gegnum Aflafrettir og ákvað að áhöfnin og þar með Gummi sjálfur  myndi klára mánuðinn,

og eins og Gummi segir " áhöfninni óx ásmeginn eftir því sem leið á mars mánuð ".  já óhætt er að segja að áhöfnin á Harðbak EA hafi lagt mikið á sig við þessa mokveiði því hún var rosalega

24 klst.... 104 tonn
og stærsti túrinn.  104,2 tonn var á aðeins 24 klst höfn í höfn.  

Gummi sagði að styða holið var um 2 mínuntur og var það 12 tonn í því.  

Lestin í Harðbak EA tekur 230 kör sem hvert er 460 lítra og var frekar þungt í þeim enda fiskurinn stór og fiskurinn krapakældur.

Þegar komið var til Þorlákshafnar þá þurfi Harðbakur EA að bíða því þá var verið að landa úr Bergi VE og var sama löndunargengi.

Þess má geta að þessi 104 tonna túr var  í aðeins 8 hölum eða 13 tonn að meðaltali  í hali,

Ótrúlegur mánuður sem áhöfnin á Harðbak EA náði undir stór Gumma.

og það má ekki gleyma  því að á bak við hvern skipstjóra og aðra er góð eiginkona og konan hans Gumma fylgist vel með sínum manni

og best að enda þetta á hennar eigin orðum.  " ... Er eins og ég sagði, Fjári stolt af bóndanum".    


Harðbakur EA mynd Heimir Hoffritz


Helga Guðmundsdóttir og Guðmundur Ingvar Guðmundsson skipstjóri