Gunnar Bjarnason SH 25,1983
Ólafsvík er kanski sá útgerðarstaður á landinu þar sem einstaklingsútgerðin hefur lifað hvað best og lengst af öllum bæjum á landinu,
Einn af þeim bátum eða bátsnöfn sem eiga sér langa sögu þar er nafnið Gunnar Bjarnason SH.
í dag er gerður út bátur sem heitir Gunnar Bjarnason SH sem er dragnótabátur og var smíðaður í Kína og er einn af mörgum systurbátum
á undan honum þá var gerður út frá Ólafsvík mun stærri stálbátur sem hét Gunnar Bjarnason SH og var sá bátur 178 tonn af stærð og 34 metra langur bátur,
sá bátur var gerður út í tæp 20 ár frá Ólafsvík
árið 1983 sem ég er að vinna í núna var frekar dapurt aflaár en þeir á Gunnari Bjarnassyni SH létu það ekkert á sig fá og voru með aflahæstum bátum á landinu á vertíðinni 1983 og voru einn af fáum bátum frá Snæfellsnesinu sem fóru yfir eitt þúsund tonn
í ársafla. Þeir fóru reyndar ekki á síld eins og margir bátar frá Snæfellsnesinu gerðu,
Báturinn stundaði þrjár tegundir veiðarfæra árið 1983. fyrst lína. síðan net, þá troll og aftur lína,
MArs
mars mánuðurinn 1983 var feikilega góður og var báturinn aflahæstur allra báta á Snæfellsnesinu þann mánuð og skulum við líta aðeins á hann,
hérna að neðan má sjá aflann per dag og eins og sést þá var veiðin ansi góð seinni hlutann í mars og stærsta löndunin 36,1 tonn,
Besta vikan var líka feikilega góð
hún var frá 20 til 26 mars og á þeirri viku þá landaði báturinn 134,3 tonnum í 6 róðrum eða 22 tonn í róðri,
heildaraflinn í mars var líka feikilega góður eða alls 344 tonní 24 róðrum eða 14,3 tonn í róðri, og var báturinn fimmti aflahæsti báturinn af öllum á landinu í mars.
vertíðaraflinn hjá bátnum var líka feikilega góður eða 795 tonn og var báturinn t.d með meiri afla á vertíðinni 1983 en aflaskipið Þórunn SVeinisdóttir VE sem var með 771 tonn.
dagur | afli |
1 | 4,8 |
3 | 3,9 |
4 | 10,8 |
5 | 5,9 |
7 | 18,7 |
8 | 6,5 |
9 | 17,5 |
10 | 18,0 |
11 | 8,7 |
12 | 8,7 |
14 | 16,8 |
15 | 9,9 |
16 | 7,6 |
17 | 7,8 |
18 | 12,7 |
19 | 14,6 |
21 | 36,1 |
22 | 25,4 |
23 | 21,2 |
24 | 21,0 |
25 | 19,1 |
26 | 11,5 |
28 | 18,3 |
29 | 18,6 |
Gunnar Bjarnason SH mynd Helgi Kristjánsson