Gunnar ÞH 34 árið 1979

Það er nóg að skrifa niður þegar maður er í þessari aflasöfnun.  er að klára árið 1979 og byrja árið 1981.,


ég hef hent svona inn af og til gömlum aflatölum og mestmegnis eru það aflatölur um báta sem hafa átt einhvern rosalega afla.

Núna snúum við þessu vel við og skoðum bát sem er ekki nema 6 brl að stærð.  enn var samt gerður út svo til út allt árið 1979 og á þessi bátur líka tengingu til ársins 2015

Hérna er um að ræða bátin Gunnar ÞH 34 sem var smíðaður á Akureyri árið 1956 og var hann í eigu Jóhann Stefánssonar fram til um 1994.  

Gunnar ÞH byrjaði að róa í febrúar og réri þá á línu og var Jóhann einn á bátnum.  landaði alls 1,3 tonni í 5 róðrum og mest 415 kíló í einni löndun.

Í mars þá var báturinn líka á línu og landaði 1,3 tonn í 4 róðrum og mest 457 kíló í einni löndun .

Í apríl og maí þá var Gunnar ÞH á grásleppu og var fiskur með þeim afla ekki mikill eða rétt um 200 kíló.


Gunnar ÞH fór einn handfæraróður undir lok júní og landaði þá 70 kílóum. 

Sömuleiðis var Gunnar ÞH á færum í júlí og landaði þá 5,4 tonnum í 8 róðrum og mest 1,2 tonn í einni löndun

Í Ágúst þá gekk Gunnari ÞH nokkuð vel og landaði 9,8 tonnum í 5 róðrum á færum og var þá stærsta löndunin 2,2 tonn sem verður nú að teljast ansi gott á 6 tonna eikarbáti.

Gunnar ÞH var ennþá á færum þegar að komið var fram í September og var aflinn 718 kíló í 4 róðrum .

Heldur var aflinn skárri í október þegar að Gunnar ÞH landaði 3,4 tonnum í 7 róðrum og mest 1,3 tonn á færum

Í nóvember þá var báturinn kominn á línuna og landaði 2,7 tonni í 9 róðrum 

og báturinn hélt áfram róðra fram í desember og landaði þá 2,1 tonni í 6 róðrum á línuna,

Heildaraflinn var því 27 tonn í 54 róðrum og má geta þess að Jóhann réri einn á bátnum alla þessa 54 róðra.  landaði í Grenivík og fór aflinn til vinnslu hjá Kaldbaki HF.

á þessum tíma þá var ekki mikið um það að svona litlir bátar eins og Gunnar ÞH réru svona lengi yfir heilt ár og er þetta því nokkuð merkilegt og var báturinn einn af örfáum svona litlum bátum sem réru jafn lengi yfir heilt ár og raun bar.  

Jóhann Stefánsson gerði Gunnar ÞH út í um ár enn Jóhann lést árið 1994.  í dag þá er annar bátur til sama nafni og er það 13 tonna plastbáturinn Gunnar KG ÞH 34 sem er gerður út frá Þórshöfn.  



Gunnar ÞH mynd Snorri Snorrason