Gunnar Hámundsson GK nokkuð breyttur og nýtt nafn..2017
Það eru ekki margir bátar sem hafa náð því að hafa sama nafn í yfir 50 ár og verið gerðir út allan þann tíma,
í dag má segjað Þorsteinn ÞH sé eini báturinn sem er eftir af þeim sem hafa heitið sama nafnið þetta lengi. Reyndar þótt hann hafi heitir Þorsteinn, þá hefur hann ekki verið alltaf ÞH, Því lengst af þá var hann GK.
Gunnar Hámundarsson GK hét sama nafni síðan hann var smíðaður árið 1954 og var gríðarlega feng og farsæll bátur öll þau ár sem að hann var gerður út,
hann var seldur norður til Hauganes enn þar er fyrirtæki sem á bátinn Níels Jónsson EA. Gamli Gunnar Hámundarsson GK hefur fengið nýtt nafn og heitir Whales EA 200.
Samhliða því þá voru nokkrar breytingar gerðar á bátnum, og þær helstu var að hvalbakurinn var tekinn af honum og afturmastrið sem var á brúnni var líka tekið af.
Gríðarlega langt púströr er komið í staðinn
Var á Akureyri um daginn og náði þá að mynd bátinn
Gunnar Hámundarsson GK í Keflavík eins og menn muna oftast eftir honum Myndir Gísli Reynisson