Háey I ÞH veiddi risaþorsk

Þó svo að Hafró hafi gefið það út að lítið sé að þorski í sjónum kringum Ísland, þá engu að síður virðist vera nóg af þorskinum


Það er reyndar frekar rólegt um að litast í veiðum báta núna í júní, en þó eru nokkrir bátar á veiðum og flestir 30 tonna línubátarnir á veiðum,

Einn af þeim er Háey I ÞH sem að Árni Bergsson og Sævar Þór Ásgeirsson eru skipstjórar á til skiptis.

fyrir nokkrum dögum síðan þá var Árni með bátinn á veiðum um 10 sjómílur norður af Raufarhöfn þegar ansi stór og mikill þorskur kom á línuna 

hann mældist tæpir 160 cm langur og vigtaði óslægður 46 kíló .

Á myndunum hérna að neðan er Garðar Snær Árnason sonur Árna skipstjóra sem heldur á þessum 46 kílóa þorski 











Myndir Árni Bergsson