Hafdís SK fyrir sunnan

Eins og greint hefur verið frá hérna á Aflafrettir.is þá fór í gang smá bátaflækja þegar að FISK kaupir Hafborgu EA 

og skírir hann Hafdís SK.  síðan kaupir FISK Gunnar Bjarnason SH, en selur á sama tíma gömlu Hafdísi SK til Drangsnes

þar sem báturinn fær nafnið Grímsey ST, ( nánar um það síðar)

Gunnar Bjarnason SH var sendur til Njarðvíkur og fór í slipp þar, og í ansi miklar breytingar,

því settur var nýr kraninn á bátinn, ný aðalvél ásamt því að allt glussakerfið var tekið í gegn

nýr vinnslubúnaður.

Hafdís SK er búinn að fara í nokkra prufutúra eftir þessar miklu breytingar, , fyrsti róður var í Þorlákshöfn þegar að báturinn kom með 20,4 tonn 

í land.

síðan kom báturinn til Njarðvíkur og í dag kom báturinn til Sandgerðis með tæplega 9 tonna afla.

Ásbjörn Óttarsson er skipstjóri á Hafdísi SK  og hefur hann átt nokkra báta í gegnum tíðina sem og verið skipstjóri í þónokkur ár, meðal annars á Þorsteini SH frá Rifi

þó að hann hafi ansi langa sögu sem skipstjóri,  þá hefur hann aldrei komið til Sandgerðis áður. 

og lét hann ansi vel af því að koma í fyrsta skipti til Sandgerðis, 



Vanalega eru tveir Kínabátar í Sandgerði, Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK en núna er enginn þar því að Siggi Bjarna GK er í vélarskiptum

í Njarðvík og Benni Sæm GK í hefbundnu viðhaldi.








Hafdís SK í Sandgerði Myndir Gísli Reynisson