Hafdís SU seld.,2019

A Eskifirði var í fjöldamörg ár til fyrirtæki sem hét Hraðfrystihús Eskifjarðar og gerði það fyrirtæki út uppsjávarskip og báta og togara,


í nokkuð mörg ár þá átti fyrirtækið togaranna Hólmatind SU og Hólmanes SU .

Síðan breyttust tímarnir,  togarnir fóru og uppsjávarvinnsla tók að mestu yfir fiskvinnslunni, en þó var fyrirtækið með smá fiskvinnslu í Hafnarfirði 

og var þá nafnið á fyrirtækinu orðið Eskja ehf

Eskja var að mestu í útgerð uppsjávarskipa, enn þeir gerðu þó út einn bolfiskbát og var hann ekki stór,  og hét Hafdís SU,

Hafdís SU var um 68 BT línubátur og var þetta eini báturinn sem Eskja gerði út sem stundaði bolfiskveiðar. 

í sumar þá var allur kvótinn af Hafdísi SU færður af bátnum og settur yfir á Jón Kjartansson SU gamla, og var það um 1700 tonn miðað við þorskígildi,

og báturinn var þvi settur á söluskrá,

og báturinn hefur verið seldur,

kaupandinn er Nesver sem gerir út Tryggva Eðvarðs SH, enn Tryggvi Eðvarðs SH er 15 tonna plastbátur sem hefur gert það mjög gott undanfarin ár og hefur 

vanalega verið  með aflahæstu bátum á landinu í sinum flokki.  

Reyndar er ekki búið að ákveða hvernig útgerðarmynstur verður á nýja bátnum,

Andrés Pétursson hafði verið skipstjóri á Hafdísi SU í um 12 ár og með honum þá var Árni Vélstjóri.  þeir voru saman með bátinn öll árin og hafa núna fært sig yfir á

Hafrafell SU sem var keyptur austur,

Andrés sagði í stuttu samtali við aflafrettir að Hafdís SU væri hörkugóður bátur og hefði farið mjög vel með áhöfn bátsins þau ár sem þeir réru á bátnum,

það má geta þess að í september 2007 þá foru Andrés og Árni vélstjóri saman í Njarðvíkurslipp til að sækja Hafdísi SU og núna í sept, 2019, 12 árum síðar þá fóru þeir aftur saman Andrés og Arni og skiluðu Hafdísi SU aftur í Njarðvíkurslippin, en þar er báturinn núna staðsettur,

Aflafrettir óska nýjum eigendum til hamingju með góðan bát,


Hafdís SU mynd Þór Jónsson