Hafnarnes stóra kvótasalan og leiga,2016
Þorlákshöfn má muna sinn fífil fegri. á árum áður var mikil útgerð þar í bænum og tveir togarar gerðir út þaðan. Jón Vídalín ÁR og Þorlákur ÁR.
samhliða því var bátaútgerð þar mjög mikil og sterk. Einn af þeim bátum sem hafa langa útgerðarsögu í Þorlákshöfn er báturinn Friðrik Sigurðsson ÁR. enn útgerð þessa báts má rekja alveg aftur til áranna um 1960. Útgerð Friðriks Sigurðssonar ÁR hefur alla tíð verið mjög fengsæl. og reyndar var það um tíma á árunum fyrir og eftir 1980 að útgerðin átti annan bát sem hét Jóhann Friðrik ÁR og gerðu þá líka út bát sem hét Friðrik Sigurðsson ÁR. Jóhann Friðrik ÁR heitir í dag Friðrik Sigurðsson ÁR.
Útgerðarfélagið Hafnarnes sem á Friðrik Sigurðsson ÁR gerir líka út bátinn Jóhönnu ÁR og var allur kvóti af þeim báti líka sseldur og samalagður kvóti beggja bátanna var um 1500 tonn sem var seldur. Var þessi sala gríðarlega stór og mikill áfall fyrir íbúa Þorlákshafnar
En það er reyndar ekki búið að leggja bátnum eins og kanski margir óttuðust því að báturinn er núna komin af stað á netaveiðar og fór þá á skötuselin og hefur landað 2,2 tonnum í Grundarfirði.
Fyrir ári síðan þá voru á bátnum um 1100 kvóti , en núna er staðan 0 tonn. nema að búið er að leigja á bátinn um 150 tonna kvóta og af því eru 95 tonn óveidd.
Nokkuð merkilegt er að mestur þessi kvóti sem var færður á Friðrik Sigurðsson ÁR kemur frá Jóhönnu ÁR
enn á Jóhönnu ÁR þá kom kvótinn hvaða, jú frá Ottó N Þorlákssyni RE. í stuttu máli . 1500 tonna kvóti sem Hafnarnes átti var seldur til HB granda , vistaður á Ottó N Þorlákssyni RE, enn svo um 500 tonn leigð aftur til baka á Jóhönnu ÁR.
Friðrik Sigurðsson áR mynd Sverrir Aðalsteinsson
Jóhanna ÁR mynd Sigurður Gísli