Haförn KE 14 í mars árið 1999.

Núna árið 2023 þá er bátur gerður út frá Bolungarvík sem heitir Ásdís ÍS


þessi bátur kom upprunalega til Keflavíkur í maí árið 1999, og hóf róðra í Sandgerði skömmu síðar
og hét þessi bátur þá Örn KE 14.

Örn KE kom í staðinn fyrir eikarbát sem hafði verið gerður út frá Sandgerði í þónokkuð mörg ár þar á undan

og hét sá bátur Haförn KE 14.

Karl Ólafsson skipstjóri frá Sandgerði sem hefur núna árið 2023 verið skipstjóri á MAggý VE, var skipstjóri á Erni KE og líka 

á Haferni KE.

Mikill stærðarmunur er á Erni KE og Haferni KE enn þrátt fyrir það þá veiddi oft Haförn KE mjög vel á dragnótinni,

sérstaklega í mars árið 1999.

þá var hjá mörgum bátum mokveiði og dragnótabátarnir voru mjög margir sem voru á veiðum og þá sérstaklega við Suðurnesin


Haförn KE var einn af þeim bátum sem veiddi mjög vel í mars 1999 því að báturinn landaði alls 189,4 tonnum í 25 róðrum eða 
sem gerir 7,5 tonn í róðri

stærsti róðurinn tæp 17 tonn sem var svo til fullfermi hjá bátnum, enda var Haförn KE ekki nema um 33 tonn af stærð

Hérna að neðan má sjá daganna og landanir hjá bátnum .

Ef við lítum á vikurnar þá var vikan 7 til 13 mars, 45 tonn í 5 róðrum 
og vikan 21 til 20 mars 49 tonn í 5 róðrum.

 ÉG minni svo á könnun ársins 2023 sem er í gangi á Aflafrettir um báta og ýmislegt annað, ýttu á línuna hérna fyrir neðan



Dagur Afli
1.3 4.67
2.3 3.75
3.3 10.88
4.3 6.79
5.3 8.71
6.3 7.00
8.3 8.89
9.3 10.66
10.3 9.18
11.3 11.52
12.3 3.72
15.3 13.53
16.3 16.77
17.3 8.10
19.3 7.21
20.3 3.61
22.3 5.16
23.3 15.74
24.3 5.24
25.3 6.39
26.3 4.34
27.3 2.64
29.3 4.18
30.3 3.36
31.3 7.32

Haförn KE mynd Tryggvi Sigurðsson