Haförn KE,,2017

Önnur Mynd úr safni Kristjáns.  Hérna er Haförn KE sem Karl Ólafsson skipstjóri í Sandgerði var skipstjóri á.  Þessi bátur  vék síðan fyrir báti sem hét Örn KE og heitir sá bátur í dag Ásdís ÍS .


Kalli fiskaði mjög vel og mikið á þennan litla bát og var alltaf með hann á dragnótinni..

Síðasti skipstjórinn sem var með þennan bát var líka Sandgerðingur .  Grétar Mar Jónsson sem var mikill netaskipstjóri.  átti hann bátinn þegar hann hét Salka GK. 

í Dag er þessi bátur hvalaskoðunarbátur á Húsavík

Þessi mynd er tekinn þar sem að báturinn er á leið inn til Keflavíkur greinilega á hausttíma og er þá báturinn á bugtarveiðum í Faxaflóa


Haförn KE Mynd Kristján Kristjánsson