Halla Daníelsdóttir RE 770,2019
Nýtt fiskveiðári 2019-2020 hafið og er þá stór hluti af flotanum kominn á veiðar og þar með talið netabátarnir,
reyndar vantar ennþá mjög marga netabáta sem hafa ekki byrjað veiðar.
en þó er eitt nýtt nafn í netabátalistanum og er það smábáturinn Halla Daníelsdóttir RE
Halla Daneílsdóttir RE er í eigu Fiskkaupa, fyrirtækisins sem eiga Kristrúnu RE og Jón Ásbjörnsson RE,
Fiskkaup keyptu bátinn snemma á þessu ári en þessi bátur hét áður Hringur GK.
Fiskkaup voru búinn að vera að leita að minni báti til þess að veiða grásleppu, makríl og fleira
núna í haust þá var gerð tilraun til þess að láta bátinn stunda netaveiðar og hefur báturinn hafið róðra og gengið ansi vel,
var með 2,3 tonn í fyrsta róðri og síðan 3,9 tonn.
skipstjóri á bátnum er Guðfinnur eða Guffi eins og hann er kallaður og með honum eru 2 menn á bátnum ,
Nafnið á bátnum
það má geta þess að nafnið á bátnum Halla Daníelsdóttir kemur frá konu sem bar sama nafn en hún var fædd árið 1938 á Akureyri og lést í apríl árið 2017. Hún giftist Jóni Ásbjörnssyni árið 1959 og eignuðust þau tvö börn Ásbjörn og Ásdísi. þau skildi síðar, Jón Ásbjörnsson stofnaði fyrirtækið Fiskkaup árið 1983.,
Það má geta þess að Ásbjörn sonur Höllu og Jóns er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sonur hans Ásbjörn er líka að vinna hjá Fiskkaup og er launafulltrúi.
svo í dag þá eiga Fiskkaup 2 báta sem heita eftir þeim. Jón Björnsson RE og Halla Daníelsdóttir RE
Halla Daníelsdóttir RE mynd Vigfús Markússon