Halla Sæm SF, Fullfermi á strandveiðum.

Það er nú nokkuð stutt í lokin á strandveiðivertíðinni núna árið 2024.


aflahæstu bátarnir eru þeir bátar sem  hafa náð að veiða ufsa með þorskinum.

Bátar sem hafa róið frá Sandgerði og Hornafirði hafa náð töluvert miklu magni af ufsa með og það hefur híft

upp afla og aflaverðmætið hjá þessum bátum. 

Þeir bátar sem hafa náð skammtinum sínum og engum meðafla hafa verið þá með um 800 kg í róðri

þeir bátar sem hafa náð til að mynd ufsa hafa margir náð yfir einu tonni róðri,

Yfir 4 tonn í róðri, sjaldséð
það er aftur á móti sjaldséð að strandveiði bátur nái yfir 3 tonn og hvað þá 4 tonn í einum róðri.

Reyndar þá hefur Nökkvi ÁR gert það þó reyndar ekki þessa vertíð.

Halla Sæm SF 
AFtur á móti þá er bátur á Hornafirði sem heitir Halla Sæm SF. þessi bátur var smíðaður í Sandgerði árið 1995 

og á sér ansi mikla sögu sem handfærabátur, og mun ég birta smá aflatölur um bátinn aftur í tímann

þegar að báturinn hét Örkin SF.

Halla Sæm SF er gerður út af Birni Ásbjörnssyni, og bróðir hans gerir út bátinn Ásbjörn SF líka frá Hornafirði,

Birnir lenti í mokveiði í ufsanum núna snemma í júlí því að báturinn kom í land með 4,9 tonn og var hann með þorskskammtinn sinn

enn rúm 4 tonn af ufsa 

Birnir SAgði í samtali við Aflafrettir að hann lenti í þessu moki  á Mýragrunni sem er í 26 sjómílna fjarlægð frá Hornafirði

en ufsinn var í síldinni og töluvert mikið magn af ufsanum var þarna.

4,9 tonn á bátinn er ekki fullfermi því báturinn ber meira, og sagði Birnir að hann hefði þurft að hætta veiðum enda hafði tíminn verið búinn

deginum eftir þá kom báturinn með um 3 tonn í land, og var því strandveiði afli bátsins um 8 tonn á tveimur dögum.  

26 mílur út
þess má geta að þessi sigling 26 mílur er svipuð og færabátarnir frá Sandgerði eru að fara þegar þeir fara  á ufsann við Eldey og þar útmeð.

Eins og sést á mynd sem fylgir með þá ber Halla Sæm SF þessi 4,9 tonn mjög vel, en Birnir sagði að það væri stórir síðustokkar á bátnum og báturinn leggst

jafnt niður.  

verðið á ufsanum var ansi gott eða rúmar 200 krónur fyrir kílóið , og því var aflaverðmætið af þessum moktúr rúmar 800 þúsund krónur sem fékkst bara fyrir ufsann.


Halla Sæm SF með 4,9 tonn mynd frá Birnir

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso