Handfæraveiðar frá Patreksfirði sumarið 1984

Það er nú orðið ansi langt síðan ég fór með ykkur í ferðalag aftur í tímann og sýna ykkur ansi góðar aflatölur,


Handfæraveiði var oft á tíðum ansi góð hjá bátunum sem voru á veiðum við Vestfirðina yfir sumarmánuðina,

frá Patreksfirði þá réru oft á tíðum og gera enn þann dag í dag ansi margir handfærabátar

og reyndar er það þannig núna í dag að flestir færabátarnir frá Patreksfirði eru á strandveiðum en ef við förum aftur í tímann

þá voru bátarnir oft á tíðum á útilegu.

árið 1984 þá var ansi góð handfæraveiði hjá bátunum frá Patreksfirði og tveir af bátunum þaðan voru með áberandi mestan afla,

Sá sem aflaði langt mest yfir sumarið árið 1984 var báturinn Björgvin Már BA því yfir sumarið þá landaði báturinn 

frá 1.júní til 31.ágúst alls 119 tonnum af fiski sem veiddust á handfærin,

Júlí mánuður var ansi stór enn þá landaði báturinn 52 tonnum í 10 róðrum og mest 8.8 tonn í einni löndun ,

Hérna að neðan má sjá aflann hjá Björgvin Már BA í júlí 1984

dagur afli
2 7.0
5 1.7
6 0.5
10 7.1
12 8.8
16 8.4
20 2.6
25 8.1
26 0.8
30 6.6

Björgvin Már BA mynd Sigurður Bergþórsson

Hinn báturinn sem líka átti ansi gott sumar var báturinn Sæbjörg BA sem var 11 tonna bátalónsbátur,

Sæbjörg BA réri reyndar bara í júni og júli enn náði að veiða alls 60 tonn á þeim tíma í 13 róðrum eða 4,6 tonn í róðri

stærsta löndun bátsins var  6,9 tonn sem er eiginlega fullfermi hjá bátnum Sæbjörg BA mynd Halldór Árnason