Hann er aftur farin niður!! 2000 tonn af rækju,2016
Jæja enn og aftur er þessi lukkans bátur sem er undir nafinu Stormur SH farinn á botn. og reyndar voru þeir það klárir starfsmenn Reykjaneshafna að þeir færðu bátinn frá þeim stað þar sem hann lá vanalega og þarna í stæðið þar sem hann er núna. enn þarna undir er mun grynnra og því fer betur um hann þegar hann myndir sökkva
Stormur SH Mynd Gísli Reynisson
þetta er að mig minnir í fimmta skipti sem hann sekkur, 4 skipti í Njarðvík og svo lá hann lengi vel við bólfæri skammt frá Arnarnesi í Garðabæ og þar slitnaði hann upp einn óveðursdag og rak á land
Ég hef svo sem rakið áður sögu bátsins og því ekkert úr vegi að fara aðeins aftur í sögu bátsins
Stormur SH var smíðaður árið 1959 og fékk þá nafni Guðbjörg ÍS 14, enn eþssi bátur var númer 2 af þeim bátum sem höfðu nafnið Guðbjörg ÍS. . Fékk nafnið Hrönn ÍS 46 árið 1965 enn sömu eigendur. Sæbjörg SH árið 1972. Farsæll SH árið 1965. og síðan fór hann á Norðurlandið. fékk nafnið Langanes ÞH árið 1978. Björg Jónsdóttir ÞH árið 1979. Fagranes ÞH árið 1985. Aron ÞH árið 1989 og var með því nafni æði lengi. Síðan Reistarnúpur ÞH og svo Stormur SH:
Stormur SH landaði síðast í apríl árið 2002 og var þá á netum frá Ólafsvík,
Þegar báturinn var gerður út frá Húsavík undir nafninu Aron ÞH þá var báturinn mjög atkvæða mikill á rækjunni og sem dæmi má nefna á árunum 1993 til ársins 1998 þá landaði báturinn samtals 2165 tonnum af rækju
tvö af þessum árum þá komst báturinn yfri 400 tonna ársafla á rækju. það var árið 1993 þegar Aron ÞH komst í 449 tonn og árið 1996 þegar að báturinn komst í 462 tonn,
Skoðum aðeins árið 1993. þá t.d í Nóvember þá landaði Aron ÞH 84,3 tonnum af rækju í 24 róðrum og þar af var stærsti róðruinn 11,4 tonn
Þetta var þó ekki stærsta löndunin þetta ár því báturinn kom með 13,1 tonn í land í ágúst,
Árið 1996
Aftur á móti þá var árið 1996 ansi gott hjá Aron ÞH
þá komst eins og áður segir báturinn í 462 tonn af rækju yfir árið og febrúar var ansi góður. því báturinn landaði 95 tonnumí 21 róðri
enn af því voru tveir róðrar yfir 10 tonn og annar þeirra var risastór
12 febrúar kom Aron ÞH með 12,1 tonn
enn 10 febrúar þá var gjörsamlega allt fullt sem hægt var að fylla og eins myndir sem Hafþór Hreiðarsson tók þá mátti sjá að það var bara ekki pláss fyrir meiri afla
enda vigtaði 17,9 tonn eða 17922 kíló uppúr bátnum
Myndir Hafþór Hreiðarssoní febrúar árið 1996
já þessi bátur sem núna liggur á botni Njarðvíkur hafna hefur því fengið margann mannin til þess að brosa og hrífast af , bæði af því hvað báturinn hefur verið laglegur og líka þegar hann hefur komið drekkhlaðinn í land hvort sem það er af síld, bolfiski eða þá rækju