Happasæll KE í ágúst árið 1993, aflahæsti netabáturinn.

Við þekkjum öll netabát númer 1. á íslandi.  það er að sjálfsögðu Grímsnes GK,

þessi bátur á sér mjög langa sögu sem netabátur á landinu, 

því að báturinn var mjög lengi á netum þegar að báturinn hét Happasæll KE 94.

í fréttinni sem heitir netabátar í ágúst árið 1993.

þar sem farið er yfir nokkra netabáta sem fiskuðu vel í ágúst 1993.

einn af þeim var Happsæll KE , og hann gerði sér lítið fyrir og varð aflahæsti netabáturinn á landinu þennan mánuð fyrir 29 árum síðan,

Báturinn réri frá Sandgerði allan mánuðinn og réri ansi mikið eða í 25 róðra og var alls með 275,1 tonn í 25 róðrum 

mest 25,8 tonn í róðri,

Ef við skoðum vikurnar þá lítur þetta svona út

vika 1. var með 49,8 tonn í 4 róðrum 
vika 2. 70,5 tonn í 6 róðrum 
vika 3. 63,3 tonn í 6 róðrum 
vika 4. 65,9 tonn í 6 róðrum 

hérna að neðan má sjá róðranna og afla per dag



dagur Afli
3.8 9.0
4.8 15.7
5.8 11.4
6.8 9.7
7.8 13.0
9.8 10.2
10.8 10.5
11.8 7.8
12.8 8.1
13.8 8.0
14.8 25.8
16.8 22.2
17.8 10.1
18.8 1.8
19.8 10.0
20.8 5.7
21.8 13.5
23.8 9.8
24.8 5.0
25.8 14.8
26.8 11.3
27.8 7.5
28.8 17.5
30.8 6.7
31.8 9.8

Happasæll KE mynd Tryggvi Sigurðsson