Haraldur Böðvarsson AK, 208 tn eftir 6 daga túr!, 1982
Fyrir stuttu síðan þá skrifaði ég smá klausu um togarnn Svein Jónsson KE sem lesa má hérna.
Sveinn Jónsson KE átti nokkra stysturtogara og þar á meðal var Haraldur Böðvarsson AK sem Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi átti og gerði út.
Þó svo að Haraldur Böðvarsson AK og SVeinn Jónsson KE voru mun minni togarar enn t.d Ásbjörn RE, Guðbjörg ÍS, Jón Baldvinsson RE og fleiri þá áttu bæði Sveinn Jónsson KE og Haraldur Böðvarsson AK það sameiginlegt að þeir fiskuðu það vel að þeir gáfu stærri togurnum ekkert eftir,
Ætla að sýna ykkur einn mánuð árið 1982,
Ágúst 1982
Árið 1982 þá fór Sveinn Jónsson KE yfir 5 þúsund tonn það ár, og það gerði Haraldur Böðvarsson AK líka.
Ágúst 1982 var besti mánuður hjá Haraldi Böðvarssyni AK og skoðum hann aðeins,
Togarinn kom fyrst til hafnar með 165 tonn snemma í ágúst eftir 7 daga á veiðum eða 23,5 tonn á dag.
í Löndun númer 2 þá var togarinn aðeins fimm daga á veiðum og kom með 152,4 tonn í land eða 30,5 tonn á dag,
Löndun númer 3. drekkhlaðinn togarinn
síðan kom löndun númer 3,
og hún var nú ekkert smá, og í raun þá var þessi túr númer 3 stærsti einstaki túrinn á öllu árinu 1982 hjá Haraldi Böðvarssyni AK. því að þeir komu með 208,2 tonn eftir aðeins sex daga á veiðum og gerir það tæp 35 tonn á dag,
túr númer fjögur var líka mjög stór því að togarinn landaði 183,4 tonnum
Alls gerði því þessi ágúst mánuður 708,9 tonn í fjórum löndum eða 177 tonn í löndun,
og eftir stendur pælinginn. hvernig í andskotanum ( svo maður noti alvöru íslensku heheh) kom áhöfnin á Haraldi Böðvarssyni AK, 208 tonnum í togarinn í einni löndun,
Uppistaðaní þessum 700 tonna afla var karfi eða um 500 tonn
Minni svo á bókina um Ásbjörn RE 50 sem ég er farin að taka pantanir niður.
Haraldur Böðvarsson AK Mynd Sveinn Ingi Thorarinssen