Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi árið 1984.

Síðan að kvótakerfið var sett á , árið 1984 þá hefur mikið breyst í sjávarútvegsmálum á landinum á þessum 38 árum.


fyrir það fyrsta þá er einstaklingsútgerðir að hverfa hægt og rólega með öllu

og kvótinn hefur færst frá mörgum fyrirtækjum yfir á færri hendur.

árið 1984 sem var fyrsta ár kvótans þá voru stór frystihús sem gerðu út bæði báta og togara víðsvegar um landið.

Eitt af þeim var fyrirtæki sem ekki er til í dag og var á Akranesi og hét Haraldur Böðvarsson HF,  eða seinna HB hf.

þetta fyrirtæki  tók yfir Miðnes HF í Sandgerði og lagði það allt í rúst, og á endanum þá sameinaðist  það fyrirtæki 

Granda HF í Reykjavík og heitir í dag Brim ehf.  

HB á Akranesi var mjög stórt útgerðarfyrirtæki  og hafði á sínum snærum, fiskvinnslu, humarvinnslu, loðnufyrstingu og síldarsöltun.

árið 1984 þá var nokkuð mikið um að vera hjá fyrirtækinu og við skulum aðeins líta á hverjir voru að landa hjá þeim og hversu mikill afli

fór til þeirra.

 Loðnufrysting.
 
hérna er einungis sá loðnuafli sem er skráður á HB árið 1984 sem fór í frystingu.

samtals voru fyrst 71 tonn af loðnu og var það frá fjórum bátum,
Skírnir AK 21 tonn,   Rauðsey AK 24 tonn,    Víkingur AK 11,4 tonn og Bjarni Ólafsson AK 14,3 tonn.

 Síld

Síldin var að mestu unnin frá byrjun október og fram undir miðjan desember.

og voru alls 2059 tonn sem komu af síld í hús hjá HB árið 1984.

Bátarnir voru nokkrir,  og var Sigurborg AK aflahæstur með 801 tonn í 6 róðrum 

Skírnir AK var með 703 tonn í 5, ( þessi bátur var síðan lengi vel Erling KE )

Haraldur AK 297 tonn í 2

Gissur ÁR 85 tonn,  Höfrungur II GK 76 tonn og Búrfell KE 99 tonn allir í einni löndun.

 Bolfiskur.
 Þetta var stærsti hlutinn í rekstri HB árið 1984.   Fyrst ber að nefna trillurnar enn þó að ansi margar trillur eða smábátar

voru gerðir út frá Akranesi árið 1984 þá var lítill hluti af þeim afla sem fór í vinnslu hjá HB.  þetta voru aðeins um 50 tonn.

HB gerði út að fullu togarann Harald Böðvarsson AK og sá togari var systurtogari Sveins Jónssonar KE sem gerði út frá Sandgerði

og saman voru þessir tveir togarar oft á veiðum á svipuðum slóðum útaf Sandgerði og við Eldey.

Haraldur Böðvarsson AK lagði til lang mest af bolfiskafla HB árið 1984 eða 5116 tonn.

Togarinn Krossvík AK lagði hluta af afla sínum líka í HB, hinn hlutinn fór í Heimaskaga HF.

Krossvík AK var með 1119 tonn

Togarinn Höfðavík AK , sem var áður Óskar Magnússon AK hóf veiðar í lok nóvembers árið 1984 og hluti af afla togarans

fór til vinnslu hjá HB.  eða 82 tonn,

Bátarnir voru þrír talsins,

Sigurborg AK var með 534 tonn 

Skírnir AK 212 tonn

og Haraldur AK 658 tonn.  

Hjá þessum þremur bátum þá kom mestur hluti af afla bátanna yfir vertíðina

Samtals kom því á land og til vinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni HF á Akranesi árið 1984,  um 9900 tonn þar sem að bolfiskur var um 7719 tonn.

Togarinn Sturlaugur H Böðvarsson AK var ekki kominn til HB þarna árið 1984

árið 2021
 Þá komu á land alls 1540 tonn af bolfiski til Akranes auk um 7557 tonnum af loðnu.  samtals um 9 þúsund tonn sem er minna heldur enn HB tók á móti árið 1984


Haraldur Böðvarsson AK mynd Sveinn Ingi Thorarinsson