Haraldur Kristjánsson HF frumkvöðull á veiðum!

uppúr árinu 1990 þá hófu nokkrir skipstjórar á frystitogurum hér við land


veiðar á úthafskarfa djúpt úti á reykjaneshrygg.

og einn af þeim togurum var Haraldur Kristjánsson HF, en sá togari var fyrstur til þess 

að reyna að veiða úthafskarfa. það var árið 1989 og var þá Páll Eyjólfsson skipstjóri á togaranum.

Haraldi Kristjánssyni HF gekk mjög vel á úthafskarfaveiðunum og stundaði þær veiðar alveg til haustið 

þegar að togarinn var seldur og fékk nafnið Helga María AK sem togarinn heitir í dag.

Úthafskarfaveiðar voru reyndar ekki það eina sem að togarinn var fyrstur til þess að veiða .

sá fyrsti árið 1999
Því að árið 1999 þá var Haraldur Kristjánsson HF sá fyrsti til þess að landa nokkuð stórum farmi að fiski sem 

hafði ekki verið mikið veitt af, enn sá fiskur var makríll,

um miðjan ágúst árið 1999, þá landaði Haraldur KRistjánsson HF 105,5 tonnum af frosnum makríl í Neskaupstað.

og var þetta í fyrsta skipti sem að svona miklu magni af makríl var landað hérna á Íslandi.

svo það má alveg óhætt segja að togarinn Haraldur Kristjánsson HF hafi verið mikið frumkvöðlatogari með sína áhöfn,

voru fyrstir til að veiða úthafskarfa, og líka fyrstir til þess að veiða makríl í einverju magni.


 ég minni svo á könnun ársins 2023 um báta og fleira fyrir árið 2023Haraldur Kristjánsson HF Mynd Hafþór Kristjánsson