Haukur HF nýr bátur með gríðarstóran kvóta,2016

Nýtt fiskveiði ár 2016 til 2017 komið í fullan gang.  og  allir búnir að fá úthlutuðum kvóta , þótt hann sé mismikill á milli bátanna,


var að renna yfir úthlutuðan kvóta og eitt vakti nokkura athygli mína,

það er bátur sem lengi vel hét Aðalbjörg II RE.  sá bátur var seldur til Þórsbergs ehf á Tálknafirði . enn var ekki gerður út þar meðan hann var í eigu þeirra,
var síðan seldur núna í vetur til Storms Seafood og var tekin í slipp í Njarðvík þar sem hann var málaður allur upp þar með missti báturinn ljósgræna litinn sinn sem hafði verið á bátnuim öll árin sem hann hét Aðalbjörg II RE.  

fékk báturinn líka nýtt nafn Haukur HF 50.

nýr bátur og það sem vekur kanksi hvað mesta athygli er að kvótastaðan á bátnum er gríðarlega góð.  
því Haukur HF 50 fékk úthlutað gríðarstórum kvóta eða 1277 tonna kvóta.  og af því er 1042 tonn af þorski.

Hvaðan kemur þessi gríðarlega mikli kvóti?.

allur þessi gríðarlegi kvóti var millifærður frá  Magnúsi HF ( fyrrum Gjafari VE).   þaðan kom kvótinn frá  Steina Sigvalda GK ( Fyrrum Þórsnes II SH).    og sá kvóti kom frá Guðmundi Jenssyni SH enn sá bátur var keyptur af Stormi Seafood  sem  átti hann og hét hann þá Stormur HF.  
í raun þá var kvótinn bara geymdur á Þórsnesi II SH og Magnúsi HF eftir að hann var færður þaðan af Stormi HF þegar hann var seldur. 

Þessi kvóti hafði safnast á fyrrum Guðmund Jensson SH frá árinu 2009 og þangað til hann var seldur árið 2013 vestur af mörgum bátum og til dæmis er  allur kvótinn af Sæbergi HF sem var lagt árið 2010 inn í þessum kvóta sem Haukur HF 50 á í dag.

Stormur seafood átti og gerði út smábátinn Strekkingur HF og á honum var líka mjög mikill kvóti eða um 1100 tonn.   svo til allur sá kvóti er núna á Vigur SF ,


Semsé nýr bátur  með gríðarlega kvóta og  Haukur HF 50 er nú ekki stór bátur enn hann ætti nú að geta ráðið við að  veiða allan þennan stóra kvóta sem á bátnum hvílir

Haukur HF 50 mynd Gunnlaugur Hólm Torfason

Aðalbjörg II RE mynd Þóroddur Sævar Guðlaugsson