Havtind. 350 tonn á 5 dögum!..2017

Nýjasti listinn yfir togaranna í Noregi var að koma og þar má sjá nokkur nöfn af skipum sem öll eru að frysta.  reyndar er það þannig með mörg skipin þarna í Noregi að sumir frystitogaranna sem heilfrysta um borð fara líka á ísfisk,


Það gerðu þeir á Havtind núna í júní og hafa heldur betur mokveitt,

inná nýjasta listann þá kom togarinn nefnilega með

347,2 tonn eftir aðeins fimm daga á veiðum,

þetta gerir um 69 tonn á dag,

af þessum afla þá var þorskur 276 tonn.

Þessum afla landaði togarinn í bænum Melbu í Noregi.

Það má geta þess að Hvatind var í mikilli endurbygginu á Akureyri á Íslandi þar sem að allt millidekkið var tekið í gegn og skipið allt málað í hólf og gólf.


Havtind Mynd Guðni Ölversson