HB Grandi áformar að loka á Akranesi bolfiskvinnslu sinni,2017

Já heldur betur sem að fréttir dagsins voru miklar.  eins og fram hefur komið í fjölmiðlum landsins þá hefur stjórn HB Granda ákveðið að áforma að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi og hafa alla bolfiskvinnsluna  í Reykjavík.


Mikil endurnýjun er í gangi hjá HB Granda og er einn liður í því að byggja 3 nýja ísfiskstogara sem munu koma allir til landsins í ár.  

Allir þessi 3 togarar verða með svo kölluðu ofurkælingu á fiskinum eins og  Málmey SK er með.  Samhliða þessum skipum þá verður fiskmóttaka í fiskvinnsluhúsi HB Granda í Reykjavík breytt til þess að taka á móti fiski úr  nýju skipinu.

Eins og staðan er í dag þá er það þannig að öllum bolfiski af togurum HB Granda er landað í Reykjavík og þorskurinn hefur síðan verið ekið á Akranes til vinnslu þar.

Þessi ákvörðun eins og getur að skilja mætir mikilli andstöðu á Akranesi, enn í raun þá er hún kanski skynsöm, meðal annars gagnvart því að sleppa við að aka fiskinum vil vinnslu, sem jú er kostnaður í sjálfu sér, og líka það að í kjölfarið á breyttum skipum og nýrri kælingu þá er hægt að setja aflann beint í hús og halda þannig gæðunum í hámarki.  

Samkvæmt fréttum þá munu 93 manns missa vinnuna á Akranesi við lokun bolfiskvinnslu HB Granda þar .

Miðnes HF í Sandgerði
í Sambandi við þetta þá er gott að rifja upp að árið 1997 þá var Haraldi Böðvarssyni HF sameinað Miðnesi HF sem þá var í Sandgerði og var stærsti atvinnuveitandií Sandgerði og var í hópi með stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu á þeim tíma. enda var saga Miðnes HF í Sandgerði farin að spanna meira en 50 ár.
á þeim tíma þá gerði Miðnes HF út togaranna Svein Jónsson GK,  Ólaf Jónsson GK.  Loðnuskipið Elliða GK, og Jón Gunnlaugs GK.  

Þegar að Haraldur Böðvarsson sameinaðist Miðnesi HF þá fór það þannig að öll skip Miðnes fóru frá Sandgerði.  Ólafur Jónsson GK var seldur. Allt starfsfólk Miðnes HF í Sandgerði missti vinnuna og höggið gríðarlega mikið fyrir lítið bæjarfélag eins og Sandgerði var á þeim tíma.  um 200 manns unnu hjá Miðnesi HF á þessum tíma.


Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda.  Mynd Kjartan Þorbjörnsson