Hinsta för Kaldbaks EA. 45 ára sögu lokið,2018
Þegar þessi orð eru skrifuð þá er mikið aflaskip að sigla út Eyjafjörðin og framundan er sigling yfir hafið til Belgíu þar sem þessi togari er að fara í brotajárn,
Þarna er um að ræða togarann Kaldbak EA sem hefur þjónað hlutverki sínu fyrir Akureyringa núna síðan árið 1973.
Lengst af undir nafninu Kaldbakur EA, togarinn hefur líka heitið um smá tíma Sólbakur EA.
Kaldbakur EA var einn af nokkrum togurum sem komu sem voru kallaðir stóru togararnir. t.d Vigri RE, Bjarni Benediksson RE, Harðbakur EA og Kaldbakur EA voru allt togarar sem voru um 1000 tonnað stærð,
KAldbakur EA var ansi mikið aflaskip og í aflatölum mínum þá hef ég séð margar landanir sem voru langt yfir 200 tonnin , og nokkrar landanir sem voru yfir 300 tonn, og örfáar sem voru yfir 400 tonn.
Heildaraflamagn Kaldbaks EA á þessum 45 árum er ansi mikið. Aflafrettir hafa reyndar ekki tekið það saman,
segi bara farvel mikla aflaskip.
Kaldbakur EA mynd Gísli Reynisson