Hlynur Freyr í eigin útgerð í Noregi, og gengu vel,2017

það hefur  ekkert farið framhjá þeim sem hafa fylgst með Aflafrettir núna í mars að mokveiði er búinn að vera í Noregi hjá þeim bátum sem að hafa verið að veiða ýsu.  t.d Togaranna , dragnótabátanna og línubátanna.


inná listanum bátar að 15 BT þá hefur Ólafur og Aldís lind fiskað mjög vel af ýsunni og hafa báðir landað yfir 110 tonnum núna í mars,

Í eigin útgerð
Hlynur Freyr Vigfússon hefur tekið þátt í þessari góðu ýsuveiði.   Hlynur flutti til Öksnes fyrir 6 árum síðan , og vann fyrir Mikal Steffensen þar sem skipstjóri á línubáti.  Hugsuninn leitaði reyndar í þann farveg að kaupa sinn eigin bát og fyrir nokkru síðan þá keypti Hlynur bát sem var eitt sinn á Íslandi og hét þar Narfi SU.  

Hlynur hefur lagt aflann sinn upp hjá Gunnari Jarl Klo í Myre, en í Myre eru nokkuð margir bátar með íslenski áhöfn.  Hlynur skírði bátinn sinn Isbjörn H-89-O.  auk hans báts eru þarna t.d Krossanes, Gunnar, Olafur og Norliner.  

Stutt og hnitmiðað svar!
Í samtali við Aflafrettir þá var hann spurður af því hvort það sem hann er að gera hefði verið hægt á íslandi, að kaupa bát og hefja útgerð á eigin vegum.

Svarið var stutt og hnitmiðað.

ALDREI!.

Bátarnir þarna fá fast verð fyrir aflann.  fyrir ýsuna hafa þeir fengið 163 krónur, enn verðið hefur hrapað niður í 130 krónur núna vegna mikillar veiði á ýsu.
fyrir þorskinn 300 krónur slægt.  

Ísbjörn bátur Hlyns er á listanum bátar að 15 metrum í noregi og hefur á þeim lista landað allt um 28 tonn í 4 róðrum og mest 10,1 tonn í  einni löndun


Hlynur í báti sínum Isbirni.  Mynd Tommy Hansen


Ísbjörn fremst og Olafur þarna fyrir aftan.


Bátar í myre.  Allt Íslendingarbátar.

10 tonn i Ísbirni.  Myndi Hlynur Freyr Vigfússon