Hoffell SU aflahæstur á íslandi!..2017
Nýjasti uppsjávarlistinn var að koma á síðuna og það var nú frekar rólegt um að lítast á honum,
þar kemur fram að aflahæsta skipið á kolmunaveiðunum sé Víkingur AK með 15400 tonn. næstur á eftir honum er svo Bjarni Ólafsson AK með 14958 tonn og Venus NS og Beitir NK fylgja svo þeim fast á eftir,
Enn það er reyndar annað skip sem er með meiri kolmuna afla enn öll þessi skip,
það er nefnilega þannig að Hoffell SU er búinn að veiða 16176 tonn af kolmuna.
þótt aðeins séu skráð á Hoffell SU 12664 tonn sem skipið hefur landað,
málið er að gamla Hoffell SU var notað þarna á þessum kolmunaveiðum til þess að vera flutningaprammi til Fáskrúðsfjarðar og á Hoffell II SU er þá skráð 3512 tonn enn það er afli sem að Hoffell SU veiddi,
þannig að Hoffell SU er aflahæsta kolmunaveiðiskipið á íslandi núna með 16176 tonn,
Hoffell SU Mynd af FB síðu þeirra