Hólmaborg SU , 40 þúsund tonn á tveimur mánuðum árið 2002.


Í  gegnum söguna um útgerð báta og togara á ÍSlandi þá eru mörg skip sem eiga sér mjög mikla sögu sem mikil og þekkt aflaskip

og það má skipta þeim í nokkra flokka, til dæmis,  togaranna,  bátanna sem stunda ekki veiðar á uppsjávarfiski og síðan uppsjávarskipin sjálf.

inní þessa þrjá flokka þá eru mörg nöfn sem koma í hugan sem koma inn í þessa skilgreiningu sem mikil og þekkt aflaskip

dæmi , Grímsnes GK , Stafnes KE,  Guðbjörg ÍS, Kaldbakur EA, Sigurður VE, Víkingur AK, Börkur NK.

eitt skip á þó heldur betur heima í þessum flokki sem mikil og þekkt aflaskip og líklega er þetta skip einn fengsælasta fiskiskip sem á ÍSlandi hefur veitt.


1525, Hólmaborg SU

þarna er verið að tala um 1525.  Hólmaborg SU 11.  stórt og mikið loðnuskip sem kom fyrst til landsins árið 1978

og hét þá Eldborg HF, var síðan seld til Eskifjarðar árið 1988 og fékk þá nafnið Hólmaborg SU  og hefur verið á Eskifirði núna 36 ár.  undir tveimur nöfnum þar.

Hólmaborg SU og Jón Kjartansson SU.  

þetta mikla og fengsæla skip var burðarmesta loðnuskip ÍSlendinga og þegar að Eldborg HF kom fyrst þá var það um 1520 tonn af loðnu í einni löndun og ekkert annað 

skip bar eins mikið af loðnu og þetta mikla skip

árið 1996 þá var skipið lengt og við það þá jókst burðargetan uppí um 2500 tonn af loðnu.

Ótrúlegar tölur um loðnuvertíð 2002
ansi ótrúlegar aflatölur sem ég á til um þetta mikla skip, og ætla að sýna ykkur smá frá árinu 2002.

um veturinn árið 2002 þá var mjög mikil og góð loðnuveiði og í raun mokveiði á loðnu

og þetta stóra og mikla skip Hólmaborg SU heldur betur mokveiddi af loðnu í janúar og sérstaklega í febrúar,

í janúar árið 2002 þá landaði Hólmaborg SU 14733 tonnum af loðnu í 8 löndunum eða 1841 tonn í löndun, 

eða ef við skrifum þetta, tæp 15 þúsund tonn af loðnu í janúar.

Febrúar.

tölurnar fyrir febrúar árið 2002  eru vægast sagt ótrúlegar og ég hef ekki kannað það nákvæmlega en líklega hefur ekkert loðnuskip á ÍSlandi veitt jafnmikið af 

loðnu á einum mánuði og Hólmaborg SU gerði þarna í febrúar árið 2002

því að skipið landaði 25 þúsund tonnum af loðnu í febrúar í 11 löndunum og það gerir 2287 tonn í löndun að meðaltali.

Kanski það ótrúlegasta við þennan gríðarlega afla sem skipið landaði þarna í febrúar árið 2002 var löndun eftir aðeins um 20 klst á á veiðum.

en Hólmaborg SU kláraði löndun 11 febrúar, fór út og kom til baka til Eskifjarðar 12 febrúar með kjaftfullt skip


Einn dagur og skipið kjaftfullt
2363 tonn eftir aðeins um 20 klst höfn í höfn.  

semsé á aðeins tveimur mánuðum árið 2002 þá landaði þetta mikla skip tæpum 40 þúsund tonnum af loðnu .

núna þegar þessi pistill sem  er smá yfirlit yfir þessa ótrúlegu mokveiði árið 2002, þá er dráttarbáturinn Grettir Sterki kominn 

til Reyðarfjarðar en þar hefur 1525 legið  síðan í maí árið 2018, en þá landaði skipið seinast afla.

núna á nefnilega að draga eitt mesta aflaskip Íslandssögunar í brotajárna í Danmörku


Hólmaborg SU mynd Jón Páll Ásgeirsson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson