Holmen nýr bátur á norska listann,,2017
Listinn hérna á Aflafrettir um bátanna norsku 15 metra er alltaf að stækka og Norðmenn sjálfir hafa komið með ábendingar um báta sem þeir vilja fá á listann,
og nýjasti báturinn sem datt þar inn kom eftir ábendingu frá Norskum sjómanni,
Sá bátur heitir Holmen F-54-HV. Þessi bátur er smíðaður árið 2000 úr stáli og er 14,99 metra langur og 5,86 metra breiður. mælist um 80 tonn.
um borð í bátnum er 500 hestafla vél og stundar þessi bátur dragnótaveiðar
Holmen er gerður út frá Sörvær og eru þrír eigendur af honum. Mikalsen Are sem á 33 %. Sörvær Kystfiskeinvest AS sem á 34 % og Fyröy Orjan sem á 33 %.
Báturinn er með nokkuð góðan kvóta. 77 tonn af ýsu. 247 tonn af þorski og 555 tonn af ufsa.
Núna þetta ár þá er aflinn hjá bátnum kominn í um 270 tonn og af því þá er þorskur 254 tonn.
undanfarin ár þá hefur ársafli bátsins verið í kringum 400 til 550 tonn.
Fyrsti norski listinn með Holmen er kominn á síðuna og verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun ganga á listanum,

Holmen Mynd Svein W Pettersen

Holmen Mynd Andreas Mikalsen