Hörður Björnsson ÞH með metafla.,2019

Þessi nóvember mánuður er að verða ansi góður,  sérstaklega hjá stóru línubátunum .  


Margir þeirra hafa verið að koma með vel yfir 100 tonn í land í einn löndun og stærsta löndunin enn sem komið er á Sighvatur GK 138 tonn,

 Hörður Björnsson ÞH
Hörður Björnsson ÞH hefur lítið látið fyrir sér fara núna í sept og okt.  búið að vera smá bras á þeim og hafa verið frekar neðarlega á báðum listunum ,

núna í nóvember þá hefur gengið mjög vel hjá bátnum og það vel að Hörður Björnsson ÞH kom með fullfermi til Raufarhafnar núna fyrir 

nokkrum dögum síðan,

 Fullfermi og stærsta löndun bátsins
Alls var landað úr bátnum 99,4 tonnum og er þetta langmesti afli sem að Hörður Björnsson ÞH hefur komið með í land 

eftir að báturinn fór að stunda línuveiðar.   Af þessum afla þá var þorskur 94 tonn,

AFlanum var landað á Raufarhöfn og fór vil vinnslu bæði á Raufarhöfn og Húsavík.

Þórður Birgisson skipstjóri á Herði Björnssyni ÞH sagði í smá samtali við AFlafrettir að þeir hefðu fenguð þennan afla á Rifsbanka.,

og fengu þennan afla í 4 lögnum.  

Hörður Björnsson ÞH er með 37 þúsund króka og voru þetta því alls 148 þúsund krókar

Aflafrettir reikna allan afla upp á Bala og þannig fæst samanburður á milli allra báta óháð stærð og þetta kemur út

sem um 282 kíló á bala sem verður nú að teljast nokkuð gott,

Enn hvar komu þeir aflanum fyrir?.

" settum afla í kojurnar" sagði Þórður og hló við.  enn öll kör í bátnum voru sneisafull og smá laust var yfir þeim.  

Fyrir þennan róður þá var stærsta löndun bátisins um 88 tonn og má segja að þeir hafi heldur betur bætt það met all verulega,

 Þórður Jónasson
enn það má geta þess líka að þegar að báturinn hét Þórður Jónasson EA þá stundaði báturinn mikið trollveiðar

og báturinn komst í  nokkur skipti yfir 100 tonn í löndun , t.d 28.júní árið 1982 þá landaði Þórður Jónasson EA 120,6 tonnum 

á Seyðisfirði og var þá á trollveiðum,



Hörður Björnsson ÞH mynd Heimir Hoffritz