Hornfirðingar hættir veiðum,,2017

Humarvertíðin núna í ár hefur verið ansi dræm og bátarnir sem stunda þær veiðar hefur fækkað mikið.  núna í ár þá hafa aðeins 9 bátar veitt humar og er aflinn kominn rétt svo í  um 960 tonn miðað við heilan humar.


Bátarnir sem eru í eigu Skinney ehf á Hornafirði Skinney SF og Þórir SF sem og Þinganes ÁR sem er gerður út frá Þorlákshöfn eru allir hættir veiðum,

enn afli hjá þeim er alls um 572 tonn af humri miðað við heilan humar.   

Eins og staðan er núna þá eru allir þessir bátar í þremur efstu sætunum  yfir árslistann, Þórir SF er hæstur af þessum bátur með 203 tonn af heilum humri,

Ennþá eru nokkrir bátar eftir á veiðum og eru það bátarnri frá Ramma ehf ( Fróði II ÁR og Jón á Hofi ÁR) og bátar frá Vinnslustöðinni.  Drangavík VE og Brynjólfur Ve.  hvort þeir nái að komast þarna upp á milli Hornfirsku bátanna er erfitt að segja enda veiðin að minnka daga frá degi núna þessu síðustu mánuði ársins,


Þórir SF mynd Jóhann Ragnarsson