Hörpuskelstilraunaveiðar byrjaðar,2018
Stykkishólmur. Sá bær á íslandi þar sem allt snerist um Hörpuskelina. var stærsti bærin á íslandi í mörg ár þar sem að hörpuskel var landað og þegar mest var þá fór veiðin uppí yfir 20 þúsund tonn á árinu og var þá stór hluti þess afla landaður í Stykkishólmi,
Árið 2003 þá voru hörpuskelsveiðar bannaðar og var það mikið högg fyrir Stykkishólm og útgerð og vinnslu þar. Smavægis mótvægisaðgerir komu fram að hálfu ríkisvaldsins í formi þorskkvóta sem var kallaður skelbætur. t.d útgerð Gullhólma SH fékk þorskkvóta útaf þessum bótum,
Síðstu 4 vetur þá hafa verið stundaðar tilraunaveiðar á hörpuskel og hafa tveir bátar verið á þeim veiðum,
fiskveiðiárið 2017-2018 þá voru alls landað 945 tonnum af hörpuskel í Stykkishólmi og var frá tveimur bátum. Leynir SH og Hannes Andrésson SH;
núna þetta fiskveiði ár þá eru sömu bátar komnir af stað aftur á tilraunaveiðar á Hörpuskel.
Leynir SH sem er kominn með 143 tonn í 11 róðrum og Hannes Andrésson SH sem byrjaði veiðar núna seint í september og er komin með 35 tonn
Hannes Andrésson SH mynd Grétar Þór
Leynir SH mynd Sævar Benediktsson