Hraðfrystihús Þórkötlustaða HF, 1969
Jæja sit núna á landsbókasafninu í Reykjavík og er vinna í að ná í aðeins meir upplýsingar um vertíðina 1969 sem ég ætla að nota í vertíðaruppgjörið,
og núna fyrir framan mig er ég með skýrslur frá Grindavík. Hraðfrystihús Þórkötlustaða HF.
Apríl 1969.
þá komu á land hjá því fyrirtæki alls 1488 tonn eða tæp 1500 tonn.
enn bátarnir sem lönduðu þessum afla voru aðeins fjórir,
Fyrst ber að nefna Þórkatla GK sem var eikarbátur, hann var með 416 tonn í 21 róðrum eða 19,8 tonn í róðri sem er hrikalega góður meðalafli.
Síðan var það Þórkatla II GK sem var nokkru stærri bátur,
hann var með 450,8 tonn í aðeins 22 róðrum eða 20,4 tonn í róðri sem líka er feikilega góður afli,
Næst var það Þorsteinn GK sem í dag er Þorsteinn ÞH , var hann með 42 tonn í 14 róðrum á trolli.
Þorbjörn II GK var með 388,7 tonn í 20 róðrum eða 19,4 tonn í róðri,
og Þorbjörn GK var með 447,8 tonn í 22 róðrum eða 20,3 tonn í róðri,
Eins og sést á þessu, þá var mokveiði hjá netabátunum og að ná yfir 20 tonn í róðri eða í kringum það er hrikalega gott.
og Þórkatla GK og Þorbjörn II GK voru báðir eikarbátar.
Þórkalta GK mynd Tryggvi Sigurðsosn