Hrafn GK með metafla í febrúar,2019

Já eins og sést á línulistanum sem er komin á síðuna þa´var hörkugóð veiði hjá þeim bátum,


og 3 línubátar fóru yfir 500 tonnin og toppbáturinn vakti nokkra athygli,

Hrafn GK endaði aflahæstur og er þetta í fyrsta skipti í ansi langan til sem að Hrafn GK endar aflahæstur,

enn það sem kanski merkilegast við aflann hjá Hrafni GK er sá að aldrei áður í sögu bátsins hvort sem hann hét Hrafn GK eða þá Ágúst GK 

þá hefur báturinn landað jafn miklum afla á einum mánuði og þeir gerðu núna,

Alls var aflinn hjá Hrafni GK 562 tonn í 6 róðrum eða 94 tonn í róðri,

mesti afli var 128 tonn og er þetta með stærri löndunum sem að Hrafn GK hefur komið með.

Fara þarf aftur til ársins 2009 til þess að finna stærri  löndun en í mars árið 2009 þá silgdi báturinn sem þá hét Ágúst GK tvisvar og landaði í Grimsby


Hrafn GK mynd Vigfús Markússon