Hrefna ÍS með fullfermi, 1 árs gamalt met. fallið!,2017
Fyrir einu ári síðan þá var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir um ansi stóran róður hjá Hrefnu ÍS frá Suðureyri þegar að báturinn kom með 16,9 tonn að landi.
hægt er að lesa þá frétt hérna.
Núna í dag þá fóru Haraldur Jón Sigbjartsson og Rúnar Karvel háseti út með 36 bala. lögðu þeir línuna grunnt útaf barðandum og er það í um klukkustunda stími frá Suðureyri.
óhætt er að segja að þeir hafi heldur betur lent á steinbítsholu, því að mikil veiði var hjá þeim,
og þegar allir balar voru orðnir dregnir var orðið ljóst að 16,9 tonna róðurinn sem skrifað var um hérna á síðunni. var bættur,
því að uppúr bátnum komu alls 17,7 tonn og var uppistaðan í þeim afla steinbítur,
þetta gerir 492 kíló á bala sem er feikilega gott,
Hrefna ÍS með tæp 18 tonn Myndir Þorleifur Sigurvinsson