Hringur SH. 2019
Var í Grundarfirði á dögunum með hóp og sá þá að togbáturinn Hriingur SH var á landleið,
Ekki var báturinn að koma frá veiðum á miðunum við Snæfellsnes,
heldur var hann að koma frá Eldeyjarsvæðinu og tók um 14 klukkutíma fyrir bátinn að sigla til Grundarfjarðar
var hann með 69 tonn um borð, sem er ekki fullfermi því að báturinn hefur komið með tæp 80 tonn í land í einni löndun,
Tók myndband af bátnum koma til hafnar