Hulda Björnsdóttir GK 11.

Nýjasti togari landsins, Hulda Björnsdóttir GK 11 kom til landsins núna um miðjan október


Togarinn er í eigu Þorbjarnar ehf í Grindavík eða reyndar eitt af þremur fyrirtækjum sem koma útúr því.

ÞVí ákveðið var að skipta fyrirtækinu upp í þrjú fyrirtæki, og mun hvert fyrirtæki fyrir sig sjá um rekstur og útgerð á frystiskipunum 

Hrafni Sveinbjarnarssyni GK, og Tómasi Þorvaldssyni GK

29 metra togarinn Sturla GK var í einum af þessum hópi og mun Sturlu GK verða lagt

og Hulda Björnsdóttir GK koma þar inn í staðinn

Hulda Björnsdóttir GK er búinn að fara í prufutúr, og fór síðan til Hafnarfjarðar þar sem verið er að stilla tæki og tól um borð

En hvaðan kemur nafnið á togaranum,

jú árið 1953 þá var Þorbjörn HF stofnað af nokkrum fjölskyldum og þar á meðal Tómasi Þorvaldssyni og hann var giftur konu sem  hét Hulda Björnsdóttir

Hulda lést árið 2008.

GK 11 sem togarinn er með, er númer sem Þorbjörn hefur haldið ansi mikla tryggð við.

því á árum áður þá gerði fyrirtækið út nokkra báta og þar á meðal báta sem hétu allir sama nafninu.

Hrafn Sveinbjarnarsson


þessi bátur voru aðgreindir.  þannig að það var 
Hrafn Sveinbjarnarsson GK
Hrafn Sveinbjarnarsson II GK
Hrafn Sveinbjarnarsson III GK.

Og þessi bátur sem var Hrafn Sveinbjarnarsson III GK var GK 11.

sá bátur átti sér mjög langa sögu í Grindavík en í febrúar árið 1988 þá strandaði báturinn við Hópsnes, Mannbjörg varð, enn báturinn 
sjálfur eyðilagðist og enn þann dag í dag má sjá leifar af flakinu í Hópsnesi, og meira segja ljós bláa málninginn sem var á bátnum 
er enn þá sjáanleg

Eftir að þessi bátur strandaði þá kaupir Þorbjörn bátinn Magnús NK og fékk hann nafnið Hrafn SVeinbjarnarsson III GK 11, en hann var með þessu nafni aðeins í 
nokkra mánuði, fékk nafnið Valaberg GK seinna á árinu 1988

















Hrefna konan mín kom með enn hún vinnur sem matráður og henni leist ansi vel á eldhúsið í Huldu

Þumaillinn upp hjá Hrefnu og spurning hvort hún hendi sér á sjóinn heheh
Myndi Gísli Reynisson 


Hrafn SVeinbjarnarsson III GK 11, mynd Bjarni Eiríksson