Hulda GK fyrstur suður,,2018

línuveiði bátanna sem róa frá Sandgerði núna á haustmánuðum hefur verið óvenjulega góð núna í haust,


Bjössi á Andey GK var einn lengi vel framan af þangað til að Bergur Vigfús GK fór af stað og síðan hefur Birta Dís GK og Addi Afi GK hafið róðra líka og Addi Afi GK fiskað nokkuð vel..

Auk þessara báta þá hefur Rán GK verið í Grindavík 

og Máni II ÁR er búinn að vera í Sandgerði líka og fiskað nokkuð vel,

Allir þessir bátar fór ekkert útá land og því má segja að enginn hafi komið frá norður eða austurlandinu suður,

þangað til núna,

því að Hulda GK sem er búinn að vera á Skagaströnd í haust er nefnilega komin suður og því má segja að  Hulda GK sé fyrsti báturinn til þess að koma og veiða fyrir sunnan eftir að hafa verið útá landi,

Huldu GK hefur gengið ágætlega því að báturinn hefur landað 15 tonunm í 3 róðrum og miðað við hvað kostar að flytja fiskinn frá norðurlandinu og suður þá reikna með að þessi afli samsvari um 17 til 18 tonnum af fiski landað þar.

Fiskvinnslan sem tekur aflan af Huldu GK er ekki nema um 200 metra frá löndunarkrönunum í Sandgerði 


Hulda GK áður Hulda HF mynd Grétar Þór