Hulda GK seld til Fáskrúðsfjarðar,2019

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur í  nokkur ár gert út bátinn Sandfell SU við góðan orðstír,.  Sandfell SU hefur verið aflahæstur krókabátanna undanfarin ár,


Núna hefur Loðnuvinnslan eða í gegnum annað fyrirtæki bætt við sig báti,

 Háaöxl
Fyrirtækið Háaöxl sem að Kjartan Reynisson er stjórnarmaður í  hefur nefnilega keypt bátinn Huldu GK frá Sandgerði.

Báturinn er keyptur kvótalaus,

Kjartan Reynisson er útgerðarstjóri Loðnuvinnslunar

Hafrafell SU
Hulda GK fær nafnið Hafrafell SU 65 og fær nú þegar 245 tonna kvóta á sig sem var hýstur á Hugrúnu SU sem er í eigu Háuaxlar,

sá kvóti 245 tonna kemur frá Gullhólma SH  en hann var keyptur af þeim báti,

 Kvóti í ferðalagi
Smávegis kvóti var á Huldu GK og var hann færður yfir á Viðar ÍS sem er í eigu Blikabergs ehf sem átti Huldu GK.  

kvótaúthlutunin var semsé færð yfir á Viðar ÍS, og þaðan yfir á Alla GK 

óveiddur kvóti sem var á Huldu GK var færður yfir á Alla GK sem er í eigu Blikabergs ehf


Hulda GK mynd Gísli Reynisson