Humarbátar árið 2020, nr.8. Lokalistinn

Listi númer 8.


Lokalistinn árið 2020

hörmungar humarvertíð.  

einn allra minnsta veiði á íslandi frá því að veiðar svo til hófust á humrinum .  

Þarf að fara aftur til ársins 1956 til þess að finna minni veiði á humarinum

núna í ár veiddust alls 181 tonn af humri og árið 1956 var veiðin á humri um 138 tonn.

semsé þessi vertíð er sú versta í 64 ár

kanski það  jákvæðasta við humarvertíðina árið 2020

er mjög góður árangur af gildruveiðum  hjá Ingu P SH sem gekk mjög vel

reyndar háir það nokkuð veiðunum hjá bátnum að hann er eiginlega full lítill enn báturinn tekur ekki nema um 

75 til 80 gildrur í bátinn

Skinney SF var allavega aflahæsti humarbáturinn en þó aðeins með 36 tonna humarafl


Skinney SF mynd Viðar Sigurðsson


Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli
1 1 Skinney SF 35.8 20 4.6
2 2 Þórir SF 33.4 17 6.2
3 3 Jón á Hofi ÁR 30.7 30 3.1
4 4 Fróði II ÁR 27.1 36 3.1
5 5 Brynjólfur VE 3 24.1 22 2.6
6 6 Drangavík VE 22.9 22 2.4
7 7 Sigurður Ólafsson SF 5.03 28 1,1
8 8 Inga P SH 2145 1.51 20