Humarkóngur árið 2016. Jón á Hofi ÁR
Humarveiðar árið 2016.
Lokalistinn,
Svo til allir bátarnri voru hættir veiðum í nóvember nema að áhöfnin á Jón á Hofi ÁR héldu áfram aleinir á veiðum allan nóvember. veiðin var dræm hjá þeim allavega í humrinum . lönduðu um 3 tonnum í 3 róðrum.
Bátarnir voru einungis 11 sem voru á humarveiðum í ár samanborið við 14 árið 2015.
Arnar ÁR , Ársæll ÁR, Reginn ÁR og Dröfn RE lönduðum engum humarafla árið 2016,
aftur á móti þá kom nýr bátur mjög sterkur inn árið 2016 og var það Þinganes SF sem síðan varð Þinganes ÁR. gekk bátnum það vel á humarveiðunuim að hann náði toppsætinu og hélt því nokkra lista alveg þangað til hann hætti veiðum í september.
Afli bátanna í ár var 1400 tonn samanborið við 1453 tonn árið 2015.
Einungis tveir bátar náðu yfir 200 tonnin og nýliðinn Þinganes ÁR var annar þeirra og verður að segjast að þetta aldeilis frábær byrjun hjá nýjum báti á humarveiðunum ,
Humarkóngur árið 2016 var engu að síður.
Jón á Hofi ÁR sem var með 225 tonn í 58 löndunum
Jón á Hofi ÁR mynd Heimir Hoffritz
Sæti | Sæti áður | Nafn | Humarafli | Róðrar | Mest |
1 | 1 | Jón á Hofi ÁR | 225.1 | 58 | 11.1 |
2 | 2 | Þinganes ÁR | 218.8 | 49 | 9.2 |
3 | 3 | Fróði II ÁR | 181.5 | 48 | 10.5 |
4 | 4 | Þórir SF | 175.9 | 32 | 12.3 |
5 | 5 | Skinney SF | 161.5 | 33 | 14.3 |
6 | 6 | Brynjólfur VE | 131.2 | 38 | 10.8 |
7 | 7 | Drangavík VE | 126.5 | 31 | 13.7 |
8 | 8 | Friðrik Sigurðsson ÁR | 79.9 | 35 | 6.3 |
9 | 9 | Sigurður Ólafsson SF | 46.3 | 25 | 2.9 |
10 | 10 | Jóhanna ÁR | 32.5 | 21 | 3.5 |
11 | 11 | Maggý VE | 20.5 | 24 | 1.9 |