Humarmok í maí árið 2002, 207 tonn, fjórir bátar.
Núna í ár og árið á undan þá hefur enginn veiði verið á humri.
og í raun þá hefur síðustu ár þar á undan verið mjög lítil humarveiði.
Það var aftur á móti oft á tíðum mjög góð og mikil humarveiði, en það var þannig
að humarvertíðin byrjaði oftast eftir vertíðarlok, sem eru 11.maí. og stóð þá humarvertíðin fram til 1.september
Maí árið 2002
í maí árið 2002 þá fóru 30 bátar á humarveiðar, og í þeim hópi voru tveir togarar. Þuríður Halldórsdóttir GK og Sturla GK.
hjá efstu bátunum þá var mokveiði því að fjórir bátar náðu yfir 40 tonna humarafla miðað við óslitin humar í maí
og af þessum fjórum þá voru þrír bátar sem náðu yfir 50 tonna humarafla í maí árið 2002.
207 tonn, fjórir bátar
Þessir bátar sem veiddu svona vel af humri voru Erlingur SF sem var með 45 tonn og mest 10.7 tonn af humri
Jón á Hofi ÁR sem var með 51,4 tonn í 8 róðrum og mest 9.8 tonn,
Fróði ÁR sem var með 54,7 tonn í aðeins 7 róðrum og mest 13.1 tonn
og aflahæstur var Skinney SF sem var með 56,2 tonn í 9 róðrum og mest 11.3 tonn.
Samtals þá voru þessir fjórir bátar með 207 tonna humarafla
en í heildina þá var humaraflinn í maí árið 2002 alls um 629 tonn.
2018
Það má geta þess að allt árið 2018 þá var heildarhumarafli skipanna alls 730 tonn, en hérna í maí árið 2002 þá var aflinn 629 tonn á einum mánuði.
Hérna má sjá lista yfir humarafla bátanna í maí árið 2002
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir |
1 | 250 | Skinney SF 30 | 56.2 | 9 |
2 | 10 | Fróði ÁR 33 | 54.7 | 7 |
3 | 1562 | Jón á Hofi ÁR | 51.4 | 8 |
4 | 1379 | Erlingur SF 65 | 45.0 | 8 |
5 | 100 | Skálafell ÁR 50 | 35.9 | 7 |
6 | 1426 | Hvanney SF 51 | 35.2 | 9 |
7 | 13 | Gulltoppur ÁR 321 | 30.0 | 5 |
8 | 1359 | Álaborg ÁR 25 | 29.3 | 5 |
9 | 133 | Trausti ÁR 80 | 28.2 | 8 |
10 | 1324 | Bjarni Gíslason SF 90 | 26.5 | 8 |
11 | 173 | Sigurður Ólafsson SF | 24.4 | 6 |
12 | 1043 | Jóhanna ÁR 206 | 20.7 | 6 |
13 | 892 | Haförn VE 21 | 17.7 | 7 |
14 | 1143 | Sæberg BA 24 | 17.2 | 3 |
15 | 1964 | Sæfari ÁR 117 | 16.1 | 4 |
16 | 1068 | Sæmundur HF 85 | 14.4 | 5 |
17 | 1855 | Hafnarberg RE 404 | 14.2 | 4 |
18 | 1159 | Þorsteinn GK | 12.0 | 3 |
19 | 1743 | Sigurfari GK 138 | 11.7 | 3 |
20 | 1204 | Jón Gunnlaugs GK 444 | 11.5 | 4 |
21 | 1612 | Sturla GK 12 | 10.4 | 3 |
22 | 1645 | Þuríður Halldórsdóttir GK |
9.9 | 4 |
23 | 464 | Þorri VE 50 | 9.8 | 7 |
24 | 67 | Hafberg GK 377 | 9.6 | 4 |
25 | 288 | Þorsteinn Gíslason gK | 8.5 | 3 |
26 | 1852 | Sjöfn VE 37 | 7.9 | 6 |
27 | 647 | Reginn HF 228 | 7.0 | 3 |
28 | 1907 | Gunnvör ÍS 53 | 5.6 | 4 |
29 | 1315 | Eyrún ÁR 66 | 5.5 | 4 |
30 | 1574 | Dröfn RE 35 | 2.6 | 2 |
Skinney SF mynd Tryggvi Sigurðsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso