Humarvertíð á Hornafirði. 1983, hjá hinu fyrirtækinu

Núna er humarvertíðin hafin árið 2018, enn þeir eru ansi fáir bátarnir sem stunda þær veiðar núna þessi árin.  rétt í kringum 10 báta.


fyrir 20 til 40 árum síðan þá voru bátarnir miklu fleiri og allt upp í um 170 humarbáta.

Hornafjörður hefur alltaf verið langstærsti humarbærinn og á árunum frá 1980 og fram til um 2000 þá voru ansi margir bátar gerðir út á humar þar úr bænum,

í dag er reyndar aðeins eitt fyrirtæki sem vinnur humar á Hornafirði.  Skinney Þinganes, enn árið 1983 þá voru það 2 fyrirtæki sem unnu humar.

Annað þeirra og það sem við ætlum að skoða núna hét Stemma HF .   Yfir vetrarvertíðina þá lagði Þórir SF iðulega upp netaafla sínum þar.

Stemma HF var ansi stór í síldarsöltun á Hornafirði, enn þeir voru líka í humrinum.

Reyndar þá fengu þeir þarna um sumarið 1983, þrjá báta annarsstaðar frá til þess að leggja upp hjá þeim,

þeir voru Eyborg EA frá Hrísey,  Matthildur SH og Halldór Jónsson SH frá Ólafsvík.  auk Skálafells SF og Heinabergs SF.

Humarvertíð 1983 var ekki löng.  byrjaði um miðjan maí og endaði í lok júlí.

afli bátanna var eftirfarandi, og það byrjaði vel.  Halldór Jónsson SH kom með 7,6 tonn af humri og Heinaberg SF 6,3 tonn báðir  í einni löndun,

og það skal taka fram að allur humaraflinn hérna að neðan miðast við heilan humar


Aflahæstu humarbátarnir hjá Stemmu HF sumarið 1983
Sæti Nafn Humar
1 Heinaberg SF 38,245
2 Halldór Jónsson SH 35,179
3 Matthildur SH 33,934
4 Eyborg EA 26,629
5 Skálafelll SF 95 25,355

Og hérna má sjá nánar hvern mánuð fyrir sig

Humarbátar sumarið 1983 landað í Stemmu hf á Hornafirði




Nafn Báts Maí Humar Fiskur Róðrar Alls
Halldór Jónsson SH 7,586 5,222 1 12,808
Heinaberg SF 6,292 3,597 1 9,889
Matthildur SH 5,139 2,73 1 7,869
Skálaberg SF 95 4,93 2,798 1 7,728
Eyborg EA 4,149 1,322 1 5,471






Nafn Báts Júní Humar Fiskur Róðrar Alls Meðalafli
Heinaberg SF 20,005 18,843 6 38,848 6,5
Halldór Jónsson SH 15,808 15,709 6 31,517 5,3
Matthildur SH 17,397 12,385 5 29,782 5,9
Skálaberg SF 95 18,047 11,431 6 29,478 4,9
Eyborg EA 16,704 7,615 5 24,319 4,8






Nafn Báts Júlí Humar Fiskur Róðrar Alls Meðalafli
Halldór Jónsson SH 11,785 22,427 5 34,212 6,8
Matthildur SH 11,398 20,305 5 31,703 6,3
Heinaberg SF 11,948 18,456 6 30,404 5,1
Eyborg EA 5,776 13,039 4 18,815 4,7
Skálafelll SF 95 2,378 4,794 2 7,172 3,6

og svo að lokum



Samtals afli
Sæti Nafn Alls
1 Heinaberg SF 79,141
2 Halldór Jónsson SH 78,537
3 Matthildur SH 69,377
4 Eyborg EA 48,605
5 Skálafelll SF 95 44,378


Heinaberg SF mynd Hilmar Bragason




Skálafell SF mynd Vigfús Markússon